Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. apríl 2020 12:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mynd/ksí Líklegt þykir að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar en reikna má með tilkynningu þess efnis frá KSÍ um miðja viku. Eins og kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi almannavarna í gær mun samkomubanni vera aflétt í hægum skrefum auk þess sem takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Vísir hafði samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, eins og greint var frá í gær. Þar kom fram að sambandið myndi funda með almannavörnum í vikunni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að allar líkur væru á því að mótum KSÍ yrði frestað frekar en stefnt hafði verið að því að byrja um miðjan maí. „Jú við erum að horfa á að því verði frestað lengur en fram í miðjan maí. Það er næsta víst eins og Bjarni Fel segir. Ég sé fram á frekari frestun,“ segir Guðni. Forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, ítrekaði tilmæli til aðildarfélaga sinna í ávarpi á föstudag en í máli hans kom fram að það væri fullkomlega óábyrgt að þröngva af stað deildarkeppnum í fótbolta of snemma með tilliti til útbreiðslu kórónaveirufaraldursins. „Auðvitað vonast ég til að við getum haldið mótið í sumar, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokkum. Það er kannski ekki tímabært að tjá sig um það núna. Við fáum betri mynd af þessu á fundi með yfirvöldum í næstu viku. Þá vitum við meira varðandi afléttingu samkomubannsins og það skýrir okkar stöðu hvað framhaldið varðar, bæði með æfingar og keppni,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt. 11. apríl 2020 13:09 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Líklegt þykir að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar en reikna má með tilkynningu þess efnis frá KSÍ um miðja viku. Eins og kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi almannavarna í gær mun samkomubanni vera aflétt í hægum skrefum auk þess sem takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Vísir hafði samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, eins og greint var frá í gær. Þar kom fram að sambandið myndi funda með almannavörnum í vikunni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að allar líkur væru á því að mótum KSÍ yrði frestað frekar en stefnt hafði verið að því að byrja um miðjan maí. „Jú við erum að horfa á að því verði frestað lengur en fram í miðjan maí. Það er næsta víst eins og Bjarni Fel segir. Ég sé fram á frekari frestun,“ segir Guðni. Forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, ítrekaði tilmæli til aðildarfélaga sinna í ávarpi á föstudag en í máli hans kom fram að það væri fullkomlega óábyrgt að þröngva af stað deildarkeppnum í fótbolta of snemma með tilliti til útbreiðslu kórónaveirufaraldursins. „Auðvitað vonast ég til að við getum haldið mótið í sumar, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokkum. Það er kannski ekki tímabært að tjá sig um það núna. Við fáum betri mynd af þessu á fundi með yfirvöldum í næstu viku. Þá vitum við meira varðandi afléttingu samkomubannsins og það skýrir okkar stöðu hvað framhaldið varðar, bæði með æfingar og keppni,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt. 11. apríl 2020 13:09 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00
Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt. 11. apríl 2020 13:09