Íslenski boltinn

Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mynd/ksí

Líklegt þykir að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar en reikna má með tilkynningu þess efnis frá KSÍ um miðja viku.

Eins og kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi almannavarna í gær mun samkomubanni vera aflétt í hægum skrefum auk þess sem takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar.

Vísir hafði samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, eins og greint var frá í gær. Þar kom fram að sambandið myndi funda með almannavörnum í vikunni.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að allar líkur væru á því að mótum KSÍ yrði frestað frekar en stefnt hafði verið að því að byrja um miðjan maí.

„Jú við erum að horfa á að því verði frestað leng­ur en fram í miðjan maí. Það er næsta víst eins og Bjarni Fel seg­ir. Ég sé fram á frek­ari frest­un,“ segir Guðni.

Forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, ítrekaði tilmæli til aðildarfélaga sinna í ávarpi á föstudag en í máli hans kom fram að það væri fullkomlega óábyrgt að þröngva af stað deildarkeppnum í fótbolta of snemma með tilliti til útbreiðslu kórónaveirufaraldursins.

„Auðvitað von­ast ég til að við get­um haldið mótið í sum­ar, bæði í yngri flokk­um og í meist­ara­flokk­um. Það er kannski ekki tíma­bært að tjá sig um það núna. Við fáum betri mynd af þessu á fundi með yf­ir­völd­um í næstu viku. Þá vit­um við meira varðandi aflétt­ingu sam­komu­banns­ins og það skýr­ir okk­ar stöðu hvað fram­haldið varðar, bæði með æf­ing­ar og keppni,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.


Tengdar fréttir

KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.