Erlent

Ferðabann vegna Ebólafaraldursins

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins.

Ferðabannið tekur gildi á þriðjudaginn og verður þá öllu flugi til ríkjanna hætt.

Skæðasti Ebólafaraldur sögunnar stendur nú yfir í vesturhluta Afríku og hefur faraldurinn dregið rúmlega 1000 manns til dauða og tæplega tvö þúsund smitast.


Tengdar fréttir

Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone

Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins.

Ebóla berst til Nígeríu

Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku.

Hætta ferðamanna á smiti hverfandi

Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins.

Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla

Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna.

Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf

Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi.

Ebólasmitaður maður til Bandaríkjanna

Sjúkrahús í Atlanta í Bandaríkjunum býr sig nú undir að taka á móti bandarískum hjálparstarfsmanni sem smitaðist af hinnum banvæna ebóla-vírusi í Vestur-Afríku.

Bretar óttast ebólufaraldur

Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins.

Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir

Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni.

Ebóla heldur áfram að breiðast út

Tveir hafa nú greinst á skömmum tíma með ebólu í Nígeríu, fjölmennasta ríki í Afríku. Annar þeirra lést í síðustu viku og er læknir hans nú sýktur af þessari mannskæðu veiru.

Meira en þúsund manns hafa látið lífið

Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×