Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2014 21:44 VÍSIR/AFP Læknirinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu-veirunni í Síerra Leóne hefur nú sjálfur smitast af sjúkdómnum. Er þetta álitið mikið reiðarslag fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu en læknirinn, hinn 39 ára gamli Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum sem dregið hefur rúmlega 200 manns til dauða í Síerra Leóne. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Alls hafa 632 látið lífið í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne af völdum sjúkdómsins samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni og eru heilbrigðiskerfi fjölda landa á vesturströnd Afríku í lamasessi vegna útbreiðslu veirunnar. Sheik Umar KhanKhan, sem sagður er hafa hlúð að rúmlega 100 Ebólusjúkum, hefur verið fluttur á stofnun á vegum Lækna án landamæra og samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær er hann á lífi og verið er að reyna að hjúkra honum. Ebóla er bráðsmitandi og heilbrigðisstarfsfólk á í mikill hættu að næla sér í veiruna, þrátt fyrir að það klæðist hlífðarfatnaði. Þrjár hjúkrunarkonur sem unnu á sömu deild og Khan létust úr Ebólu á sunnudag. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Læknirinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu-veirunni í Síerra Leóne hefur nú sjálfur smitast af sjúkdómnum. Er þetta álitið mikið reiðarslag fyrir heilbrigðisyfirvöld í landinu en læknirinn, hinn 39 ára gamli Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum sem dregið hefur rúmlega 200 manns til dauða í Síerra Leóne. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Alls hafa 632 látið lífið í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne af völdum sjúkdómsins samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóða heilbrigðisstofnunni og eru heilbrigðiskerfi fjölda landa á vesturströnd Afríku í lamasessi vegna útbreiðslu veirunnar. Sheik Umar KhanKhan, sem sagður er hafa hlúð að rúmlega 100 Ebólusjúkum, hefur verið fluttur á stofnun á vegum Lækna án landamæra og samkvæmt tilkynningu sem gefin var út í gær er hann á lífi og verið er að reyna að hjúkra honum. Ebóla er bráðsmitandi og heilbrigðisstarfsfólk á í mikill hættu að næla sér í veiruna, þrátt fyrir að það klæðist hlífðarfatnaði. Þrjár hjúkrunarkonur sem unnu á sömu deild og Khan létust úr Ebólu á sunnudag. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans.
Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58
Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00
Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00