Erlent

Yfirvöld í Nígeríu einangra spítala í sóttkví

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Læknar vinna við rannsóknir á veirunni banvænu.
Læknar vinna við rannsóknir á veirunni banvænu. Vísir/AFP
Yfirvöld í nígerísku borginni Lagos hafa lagt spítala í sóttkví eftir að maður sem þangað kom lést úr Ebóla-veirunni mannskæðu.

Ebóla hefur farið um Afríku síðan í febrúar, en tala látinna er einhversstaðar nálægt 670 manns. Þá hafa ríkin Gínea, Líbería og Síerra Leóne helst orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum. 525 hafa greinst í Síerra Leóne.

Dánartíðni þeirra sem greinast með Ebóla-veiruna í þessu tiltekna útbreiðslutilviki er í nánd við 60%, en í fyrri tilfellum hefur dánartíðni verið allt að 90.

Ebóla er bráðsmitandi. Helstu einkenni sjúkdómsins eru uppköst, niðurgangur, og blæðingar úr helstu líkamsopum sem og innyflum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent mikinn viðbúnað til Afríku til að hjálpa heilbrigðisstofnunum ríkjanna að sporna við útbreiðslu veirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×