Erlent

Við­bragðs­hópurinn leystur upp innan tíðar

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir enn verk fyrir höndum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir enn verk fyrir höndum. EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn í gær að viðbragðshópur stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins verði leystur upp innan tíðar. Hópurinn hefur verið leiddur af Mike Pence varaforseta með sérfræðingana Deboruh Birx og Anthony Fauci innanborðs.

Trump heimsótti í gærkvöldi verksmiðju í Arizona sem framleiðir andlitsgrímur og kom þetta fram í máli hans þar. Hann sagði hópinn hafa staðið sig afar vel en að nú væri kominn tími til að koma hjólum atvinnulífsins af stað af fullum krafi að nýju.

Trump var spurður hvort verkefninu væri þá lokið, en hann neitaði því og sagði enn verk fyrir höndum.

Ný staðfest smit í Bandaríkjunum hafa verið um tuttugu þúsund á dag síðustu viku og dauðföll af völdum Covid 19 eru um þúsund á degi hverjum.

Fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hafa varað við að tilfelli kunni að taka kipp þegar verslanir og fyrirtæki opna á nýjan leik.

Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskóla eru skráð smit í Bandaríkjunum nú um 1,2 milljón talsins og skráð dauðsföll um 70 þúsund.


Tengdar fréttir

Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna

Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám.

Trump rekur eftir­lits­mann sem gagn­rýndi stöðu heil­brigðis­kerfisins

Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×