Erlent

Trump rekur eftir­lits­mann sem gagn­rýndi stöðu heil­brigðis­kerfisins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Donald Trump hefur rekið nokkra eftirlitsmenn sem hafa gagnrýnt hann opinberlega.
Donald Trump hefur rekið nokkra eftirlitsmenn sem hafa gagnrýnt hann opinberlega. EPA/Erin Schaff

Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós og kom þar meðal annars fram að byrgðir á sjúkrahúsum væru litlar og að langan tíma tæki að greina sýni.

Hvíta húsið beið þar til eftir almennan vinnutíma með að tilkynna hver væri tilnefndur til að taka við starfi eftirlitsmanns ráðuneytisins af Christi A. Grimm, sem gagnrýndi forsetann harðlega á upplýsingafundi fyrir um þremur vikum síðan.

Trump hefur staðið í miklum hreinsunum meðal starfsmanna ríkisstjórnar sinnar og hafa nánast allir sem hafa gagnrýnt hann verið reknir. Nú nýlega rak hann eftirlitsmann sem tengdist málinu sem leiddi til þess að hann var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi. 

Hann færði einnig sinni eigin starfsmann til í starfi og sér hann nú um eftirlit með útgjöldum vegna faraldursins. Þá kom hann einnig í veg fyrir að annar eftirlitsmaður tæki við formannssæti í nefnd sem sér um að undirbúa fjárlög vegna kórónuveirufaraldursins.


Tengdar fréttir

Trump stöðvar lokun sláturhúsa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að sláturhús skuli áfram vera opin til að tryggja fæðuöryggi landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×