Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn eru bæði afar óvinsæl vegna framgöngu þeirra í Brexit-málum. Þau hittast til fundar í dag. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að freista þess að finna lausn á Brexit-þráteflinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir mjög líklegt að Bretar gangi úr sambandinu án samnings í næstu viku. Frestur á útgöngu Bretlands sem Evrópusambandið veitti rennur út föstudaginn 12. apríl. Hvorki hefur gengið né rekið hjá May forsætisráðherra að koma útgöngusamningi við sambandið í gegnum breska þingið. Þingmenn höfnuðu honum í þriðja skipti í síðustu viku. Staðan hefur nú rekið May í fang Corbyn en þau byrjuðu að funda klukkan hálf eitt að íslenskum tíma í dag. Corbyn hefur boðað skuggaráðuneyti sitt til fundar síðdegis til að ræða það sem þeim May fór á milli. Ákvörðun May um að leita til Corbyn hefur fallið í grýttan jarðveg hjá flokkssystkinum hennar. Þannig sagði Nigel Adams, ráðherra málefna Wales, af sér vegna hennar. Fyrr í dag ávarpaði Juncker Evrópuþingið og ítrekaði að frekari skammtímafrestun á útgöngu Breta væri ekki í boði af hálfu sambandsins. Breskir þingmenn yrðu að samþykkja útgöngusamning May fyrir föstudag. Annað hvort yrðu Bretar að ganga úr sambandinu án samnings að biðja um langa frestun. „Eftir 12. apríl eigum við á hættu að setja Evrópuþingskosningar úr skorðum og ógna þannig starfsemi Evrópusambandsins,“ sagði Juncker Evrópuþingmönnum. Fyrir sitt leyti hefur May ekki útilokað að Bretar gætu tekið þátt í Evrópuþingskosningum neyðist hún til að fara fram á langtímafrestun á Brexit, að sögn The Guardian. Hennar markmið væri þó að samþykkja útgöngusamning sem fyrst þannig að af útgöngunni verði 22. maí. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að fresta útgöngunni þar til þá samþykki Bretar útgöngusamning fyrir 12. apríl. Juncker virtist þó ekki bjartsýnn á að breska þinginu auðnaðist að ná samkomulagi á næstunni. „Ég trúi því að „enginn samningur“ á miðnætti 12. apríl sé nú mjög líkleg sviðsmynd. Það er ekki niðurstaðan sem ég vil en það er niðurstaða sem ég hef tryggt að Evrópusambandið er tilbúið fyrir,“ sagði hann. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Fer fram á lengri Brexit-frest Ætlar að funda með Jeremy Corbyn. 2. apríl 2019 22:59 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að freista þess að finna lausn á Brexit-þráteflinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir mjög líklegt að Bretar gangi úr sambandinu án samnings í næstu viku. Frestur á útgöngu Bretlands sem Evrópusambandið veitti rennur út föstudaginn 12. apríl. Hvorki hefur gengið né rekið hjá May forsætisráðherra að koma útgöngusamningi við sambandið í gegnum breska þingið. Þingmenn höfnuðu honum í þriðja skipti í síðustu viku. Staðan hefur nú rekið May í fang Corbyn en þau byrjuðu að funda klukkan hálf eitt að íslenskum tíma í dag. Corbyn hefur boðað skuggaráðuneyti sitt til fundar síðdegis til að ræða það sem þeim May fór á milli. Ákvörðun May um að leita til Corbyn hefur fallið í grýttan jarðveg hjá flokkssystkinum hennar. Þannig sagði Nigel Adams, ráðherra málefna Wales, af sér vegna hennar. Fyrr í dag ávarpaði Juncker Evrópuþingið og ítrekaði að frekari skammtímafrestun á útgöngu Breta væri ekki í boði af hálfu sambandsins. Breskir þingmenn yrðu að samþykkja útgöngusamning May fyrir föstudag. Annað hvort yrðu Bretar að ganga úr sambandinu án samnings að biðja um langa frestun. „Eftir 12. apríl eigum við á hættu að setja Evrópuþingskosningar úr skorðum og ógna þannig starfsemi Evrópusambandsins,“ sagði Juncker Evrópuþingmönnum. Fyrir sitt leyti hefur May ekki útilokað að Bretar gætu tekið þátt í Evrópuþingskosningum neyðist hún til að fara fram á langtímafrestun á Brexit, að sögn The Guardian. Hennar markmið væri þó að samþykkja útgöngusamning sem fyrst þannig að af útgöngunni verði 22. maí. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að fresta útgöngunni þar til þá samþykki Bretar útgöngusamning fyrir 12. apríl. Juncker virtist þó ekki bjartsýnn á að breska þinginu auðnaðist að ná samkomulagi á næstunni. „Ég trúi því að „enginn samningur“ á miðnætti 12. apríl sé nú mjög líkleg sviðsmynd. Það er ekki niðurstaðan sem ég vil en það er niðurstaða sem ég hef tryggt að Evrópusambandið er tilbúið fyrir,“ sagði hann.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Fer fram á lengri Brexit-frest Ætlar að funda með Jeremy Corbyn. 2. apríl 2019 22:59 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51
May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49