Fer fram á lengri Brexit-frest Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 22:59 Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira