Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 14:49 May beið enn einn ósigurinn í þinginu í dag. Vísir/EPA Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira