Erlent

May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Theresa May (f.m.) hefur ítrekað reynt að fá þingið til að fallast á útgöngusamning sinn en hefur beðið niðurlægjandi ósigur í hvert sinn.
Theresa May (f.m.) hefur ítrekað reynt að fá þingið til að fallast á útgöngusamning sinn en hefur beðið niðurlægjandi ósigur í hvert sinn. Vísir/EPA
Ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, er nú sögð skoða hvernig hægt sé að leggja útgöngusamning hennar fyrir þingið í fjórða skiptið. Bretar hafa til 12. apríl áður en þeir þurfa annað hvort að ganga úr Evrópusambandinu án samnings eða fresta útgöngunni um lengri tíma.

Samningi May var hafnað í þriðja skiptið í þinginu í gær, þó með færri atkvæða mun en fyrr á þessu ári. Enn er á fjórða tug þingmanna Íhaldsflokks May sem er algerlega andsnúinn samningi hennar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Fleiri atkvæðagreiðslur um möguleika í stöðunni verða haldnar í þinginu á mánudag en ríkisstjórnin styður enga þeirra, að sögn Brandons Lewis, stjórnarformanns Íhaldsflokksins.

Því er ríkisstjórnin sögð skoða ýmsar skapandi leiðir til þess að koma útgöngusamningnum aftur á dagskrá þingsins á næstu dögum, jafnvel sem einni af tillögunum sem þingmenn ætla að greiða atkvæði um á mánudag.


Tengdar fréttir

Útganga Breta úr ESB er í hættu

Þau tvö ár sem Bretar höfðu til þess að ganga frá útgöngumálinu dugðu ekki. Hefðu átt að ganga út úr ESB í gær en nú er raunhæfur möguleiki að útgöngunni verði frestað ótímabundið eða að við hana verði hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×