R. Kelly hafnar ásökunum um mansal og barnaníð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 18:44 Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Vísir/getty R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum. Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum.
Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12
Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20