Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 21:20 Kelly (til hægri) ásamt lögmanni sínum, Steve Greenberg. Scott Olson/Getty Lögregluyfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum hafa fengið í hendurnar myndbandsupptöku sem talið er að sýni bandaríska söngvarann R Kelly misnota stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Lögmaður Kelly hafnar því alfarið að Kelly sé maðurinn á myndbandinu. Myndbandið fannst þegar Gary Dennis frá Pennsylvaníu var að taka til heima hjá sér. Þar fann hann spólu sem hann taldi sýna R Kelly á tónleikum en þegar hann spilaði myndbandið kom annað á daginn. Gloria Allred, lögmaður Dennis, segir það sem myndbandið sýnir vera ótengt þeim tíu ákæruliðum sem settir hafa verið fram á hendur Kelly fyrir kynferðisbrot. Þar að auki segist hún ekki með fullri vissu geta haldið því fram að það sé Kelly sem sést á myndbandinu. Steve Greenberg, lögmaður Kelly, segir af og frá að myndbandið sé af skjólstæðingi hans. Greenberg hefur ávallt haldið fram sakleysi Kelly kynferðisbrotamálunum sem nú eruy höfðuð gegn honum. Lögmaðurinn Gloria Allreed og skjólstæðingur hennar, Gary Dennis.John Lamparski/Getty „Þetta er ekki hann,“ var haft eftir lögmanninum í fjölmiðlum vestanhafs. Greenberg sagði Kelly einnig „hafna því að hann sé nokkurs staðar til á upptöku með stúlkum undir lögaldri.“ Dennis segist sjálfur hafa verið afar hissa þegar hann fann upptökuna. Hann hafi aldrei hitt Kelly og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig spólan endaði í fórum hans. Upptakan innihélt einnig gamlan íþróttaleik, sem Dennis sagði benda til þess að spólan væri komin frá vini hans. „Mér til undrunar og skelfingar virtist þetta vera R Kelly á myndbandinu, en hann var ekki á tónleikum. Þess í stað var hann að misnota þeldökkar stúlkur undir lögaldri. Mér bauð við því sem ég sá.“ Lögmaður Dennis sagði gengið út frá því að stúlkurnar á myndbandinu væru undir lögaldri þar sem þær virtust ekki hafa náð kynþroska. Málaferlin gegn Kelly sem nú standa yfir tengjast brotum á þremur stúlkum og einni konu. Sækjendur í málinu hafa sagst vera með myndbandssannanir fyrir brotum Kelly gegn einni stúlkunni. Bandaríkin Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. 7. mars 2019 08:46 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum hafa fengið í hendurnar myndbandsupptöku sem talið er að sýni bandaríska söngvarann R Kelly misnota stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Lögmaður Kelly hafnar því alfarið að Kelly sé maðurinn á myndbandinu. Myndbandið fannst þegar Gary Dennis frá Pennsylvaníu var að taka til heima hjá sér. Þar fann hann spólu sem hann taldi sýna R Kelly á tónleikum en þegar hann spilaði myndbandið kom annað á daginn. Gloria Allred, lögmaður Dennis, segir það sem myndbandið sýnir vera ótengt þeim tíu ákæruliðum sem settir hafa verið fram á hendur Kelly fyrir kynferðisbrot. Þar að auki segist hún ekki með fullri vissu geta haldið því fram að það sé Kelly sem sést á myndbandinu. Steve Greenberg, lögmaður Kelly, segir af og frá að myndbandið sé af skjólstæðingi hans. Greenberg hefur ávallt haldið fram sakleysi Kelly kynferðisbrotamálunum sem nú eruy höfðuð gegn honum. Lögmaðurinn Gloria Allreed og skjólstæðingur hennar, Gary Dennis.John Lamparski/Getty „Þetta er ekki hann,“ var haft eftir lögmanninum í fjölmiðlum vestanhafs. Greenberg sagði Kelly einnig „hafna því að hann sé nokkurs staðar til á upptöku með stúlkum undir lögaldri.“ Dennis segist sjálfur hafa verið afar hissa þegar hann fann upptökuna. Hann hafi aldrei hitt Kelly og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig spólan endaði í fórum hans. Upptakan innihélt einnig gamlan íþróttaleik, sem Dennis sagði benda til þess að spólan væri komin frá vini hans. „Mér til undrunar og skelfingar virtist þetta vera R Kelly á myndbandinu, en hann var ekki á tónleikum. Þess í stað var hann að misnota þeldökkar stúlkur undir lögaldri. Mér bauð við því sem ég sá.“ Lögmaður Dennis sagði gengið út frá því að stúlkurnar á myndbandinu væru undir lögaldri þar sem þær virtust ekki hafa náð kynþroska. Málaferlin gegn Kelly sem nú standa yfir tengjast brotum á þremur stúlkum og einni konu. Sækjendur í málinu hafa sagst vera með myndbandssannanir fyrir brotum Kelly gegn einni stúlkunni.
Bandaríkin Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. 7. mars 2019 08:46 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
„Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. 7. mars 2019 08:46
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45