Erlent

Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kelly (til hægri) ásamt lögmanni sínum, Steve Greenberg.
Kelly (til hægri) ásamt lögmanni sínum, Steve Greenberg. Scott Olson/Getty

Lögregluyfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum hafa fengið í hendurnar myndbandsupptöku sem talið er að sýni bandaríska söngvarann R Kelly misnota stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Lögmaður Kelly hafnar því alfarið að Kelly sé maðurinn á myndbandinu.



Myndbandið fannst þegar Gary Dennis frá Pennsylvaníu var að taka til heima hjá sér. Þar fann hann spólu sem hann taldi sýna R Kelly á tónleikum en þegar hann spilaði myndbandið kom annað á daginn.



Gloria Allred, lögmaður Dennis, segir það sem myndbandið sýnir vera ótengt þeim tíu ákæruliðum sem settir hafa verið fram á hendur Kelly fyrir kynferðisbrot. Þar að auki segist hún ekki með fullri vissu geta haldið því fram að það sé Kelly sem sést á myndbandinu.



Steve Greenberg, lögmaður Kelly, segir af og frá að myndbandið sé af skjólstæðingi hans. Greenberg hefur ávallt haldið fram sakleysi Kelly kynferðisbrotamálunum sem nú eruy höfðuð gegn honum.

Lögmaðurinn Gloria Allreed og skjólstæðingur hennar, Gary Dennis.John Lamparski/Getty

„Þetta er ekki hann,“ var haft eftir lögmanninum í fjölmiðlum vestanhafs. Greenberg sagði Kelly einnig „hafna því að hann sé nokkurs staðar til á upptöku með stúlkum undir lögaldri.“



Dennis segist sjálfur hafa verið afar hissa þegar hann fann upptökuna. Hann hafi aldrei hitt Kelly og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig spólan endaði í fórum hans. Upptakan innihélt einnig gamlan íþróttaleik, sem Dennis sagði benda til þess að spólan væri komin frá vini hans.



„Mér til undrunar og skelfingar virtist þetta vera R Kelly á myndbandinu, en hann var ekki á tónleikum. Þess í stað var hann að misnota þeldökkar stúlkur undir lögaldri. Mér bauð við því sem ég sá.“



Lögmaður Dennis sagði gengið út frá því að stúlkurnar á myndbandinu væru undir lögaldri þar sem þær virtust ekki hafa náð kynþroska.



Málaferlin gegn Kelly sem nú standa yfir tengjast brotum á þremur stúlkum og einni konu. Sækjendur í málinu hafa sagst vera með myndbandssannanir fyrir brotum Kelly gegn einni stúlkunni.


Tengdar fréttir

R. Kelly heldur fram sakleysi sínu

Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×