Erlent

Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly

Kjartan Kjartansson skrifar
R. Kelly hefur alla tíð neitað ásökunum um kynferðisbrot.
R. Kelly hefur alla tíð neitað ásökunum um kynferðisbrot. Vísir/Getty

Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly er ákærður fyrir tíu alvarleg kynferðisbrot í Chicago. Dómari þar samþykkti að handtökuskipun skyldi gefin út á hendur honum í dag. Hann þarf að koma fyrir dómara 8. mars.

Ásakanir um kynferðisbrot R. Kelly, jafnvel gegnum ungum stúlkum, hafa lengi verið á sveimi. Undanfarið hafa konur stigið fram undir nafni og sakað söngvarann um að hafa brotið gegn sér.

Chicago Sun-Times greinir frá því að fallist hafi verið á handtökuskipunina fyrir dómi í Cook-sýslu í morgun. Lögmaður R. Kelly hafði áður sagt að honum hefði ekki verið tilkynnt um að skjólstæðingur hans hefði verið ákærður.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að brotin hafi beinst að fjórum stúlkum sem voru á aldrinum 13 til 16 ára þegar þau voru framin.


Tengdar fréttir

Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot

Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.