Erlent

R. Kelly handtekinn vegna mansals

Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa
R. Kelly fyrir utan dómshús í Chicago í júní. Þar lýsti hann sig saklausan af ellefu ákæruliðum vegna meintra brota gegn táningsstúlkum.
R. Kelly fyrir utan dómshús í Chicago í júní. Þar lýsti hann sig saklausan af ellefu ákæruliðum vegna meintra brota gegn táningsstúlkum. AP/Amr Alfiky

Tónlistarmaðurinn bandaríski R.Kelly var handtekinn í Chicago í nótt, grunaður um ýmis kynferðisbrot svo sem mansal og fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Kelly, sem er fimmtíu og tveggja ára hefur þegar verið ákærður fyrir fjölda brota sem hann segist saklaus af.



Raunar hefur söngvarinn verið sakaður um kynferðisbrot af og til í um tvo áratugi  en mál hans komst aftur í sviðsljósið á dögunum þegar heimildarþættir fóru í sýningu þar sem rætt er við fórnarlömb hans í gegnum tíðina. Kelly hefur neitað ásökununum.



Reuters-fréttastofan segir að rannsóknarlögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins hafi tekið R. Kelly höndum. Búist sé við að hann verði fluttur til New York. Chicago Sun-Times heldur því fram að Kelly eigi yfir höfði sér ákæru í þrettán liðum.



Ekki er ljóst hvort að nýja ákæran tengist þeirri sem hann sagðist saklaus af í Chicago í síðasta mánuði. Þar var hann sakaður um að hafa misnotað stúlkur á aldrinum þrettán til sextán ára.


Tengdar fréttir

R Kelly segist saklaus

Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×