R Kelly segist saklaus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 12:14 R Kelly gengur út úr dómshúsinu eftir réttarhöldin í dag. getty/Nuccio DiNuzzo Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Eftir réttarhöldin sagði Steve Greenberg, lögmaður Kelly: „Þetta er mjög erfitt, það er allt á móti honum.“ Nýir ákæruliðir hafa nú bæst við þá 10 ákæruliði sem hann var kærður fyrir í febrúar, en þeir tengjast allir sömu konunni. Fjórir þeirra ákæruliða eru skilgreindir sem kynferðisleg líkamsárás en hann gæti verið dæmdur í 30 ára fangelsisvist vegna þeirra. Hann talaði ekki við fréttamenn þegar hann fór úr dómshúsinu. Eftir réttarhöldin sagði Greenberg að hann vildi ekki geta sér til um hvers vegna saksóknarar bættu nýjum ákæruliðum við. „Þetta er sama dómsmálið. Það eina er að þeir hafa breytt ákærunni,“ sagði Greenberg. „Þetta eru sömu staðreyndirnar… sama fangavist og sömu sönnunargögn. Við gerum ráð fyrir sömu niðurstöðum.“ Darryll Johnson, talsmaður Kellly, sagði við fréttamenn að söngvarinn væri bjartsýnn. „Í fyrstu var hann dálítið þunglyndur,“ sagði Johnson. „En ég meina, eins og með allt annað, ef einhver sakar þig um eitthvað verðurðu þunglyndur. Hann veit hvað er satt.“ Samkvæmt nýju ákærunni eru fyrstu átta liðirnir vegna atburða sem gerðust í janúar 2010. Þrír aðrir tengjast meintum atburðum sem gerðust á tímabilinu 1. maí 2009 og 21. janúar 2010. Réttarhöldin munu halda áfram þann 26. júní. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Eftir réttarhöldin sagði Steve Greenberg, lögmaður Kelly: „Þetta er mjög erfitt, það er allt á móti honum.“ Nýir ákæruliðir hafa nú bæst við þá 10 ákæruliði sem hann var kærður fyrir í febrúar, en þeir tengjast allir sömu konunni. Fjórir þeirra ákæruliða eru skilgreindir sem kynferðisleg líkamsárás en hann gæti verið dæmdur í 30 ára fangelsisvist vegna þeirra. Hann talaði ekki við fréttamenn þegar hann fór úr dómshúsinu. Eftir réttarhöldin sagði Greenberg að hann vildi ekki geta sér til um hvers vegna saksóknarar bættu nýjum ákæruliðum við. „Þetta er sama dómsmálið. Það eina er að þeir hafa breytt ákærunni,“ sagði Greenberg. „Þetta eru sömu staðreyndirnar… sama fangavist og sömu sönnunargögn. Við gerum ráð fyrir sömu niðurstöðum.“ Darryll Johnson, talsmaður Kellly, sagði við fréttamenn að söngvarinn væri bjartsýnn. „Í fyrstu var hann dálítið þunglyndur,“ sagði Johnson. „En ég meina, eins og með allt annað, ef einhver sakar þig um eitthvað verðurðu þunglyndur. Hann veit hvað er satt.“ Samkvæmt nýju ákærunni eru fyrstu átta liðirnir vegna atburða sem gerðust í janúar 2010. Þrír aðrir tengjast meintum atburðum sem gerðust á tímabilinu 1. maí 2009 og 21. janúar 2010. Réttarhöldin munu halda áfram þann 26. júní.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira