Erlent

Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“

Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
R Kelly í viðtalinu við Gayle King.
R Kelly í viðtalinu við Gayle King.

Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly þvertekur fyrir það að hafa misnotað konur og stúlkur áratugum saman og segir að ásakanirnar gegn honum séu „heimskulegar,“ „ekki sannar“ og „ósanngjarnar.“



Þetta kemur fram í viðtali við hann við CBS News sem birtist í tveimur hlutum í dag og á morgun. Kelly hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim.



Fjallað er um viðtalið á vef The Guardian en hér fyrir neðan má sjá brot úr því sem CBS birti á Youtube í gær. 



Konurnar sem undanfarið hafa sakað Kelly um að hafa brotið gegn sér hafa meðal annars sagt frá því að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega sem og beitt þær andlegu ofbeldi.



„Þetta er ekki satt! Ekki satt! Hvort sem það eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðarorðrómar. Ekki sannir!“ segir Kelly í viðtalinu sem blaðamaðurinn Gayle King tekur.



King spyr Kelly meðal annars út í það hvort hann hafi haldið stúlkum nauðugum en ásakanirnar snúa meðal annars að því að tónlistarmaðurinn hafi haldið úti nokkurs konar sértrúarsöfnuði, heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi.



Kelly svaraði því til að hann þyrfti ekki að halda konum nauðugum.



„Af hverju myndi ég gera það? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum í fjarlægri fortíð? […] Hversu heimskur þyrfti ég að vera til að gera það?“



Tónlistarmanninum varð síðan heitt í hamsi, röddin brast og hann táraðist.



„Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er að berjast fyrir fjárans lífi mínu.“


Tengdar fréttir

R. Kelly heldur fram sakleysi sínu

Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×