Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 6. mars 2019 11:30 R Kelly í viðtalinu við Gayle King. Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly þvertekur fyrir það að hafa misnotað konur og stúlkur áratugum saman og segir að ásakanirnar gegn honum séu „heimskulegar,“ „ekki sannar“ og „ósanngjarnar.“ Þetta kemur fram í viðtali við hann við CBS News sem birtist í tveimur hlutum í dag og á morgun. Kelly hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Fjallað er um viðtalið á vef The Guardian en hér fyrir neðan má sjá brot úr því sem CBS birti á Youtube í gær. Konurnar sem undanfarið hafa sakað Kelly um að hafa brotið gegn sér hafa meðal annars sagt frá því að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega sem og beitt þær andlegu ofbeldi. „Þetta er ekki satt! Ekki satt! Hvort sem það eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðarorðrómar. Ekki sannir!“ segir Kelly í viðtalinu sem blaðamaðurinn Gayle King tekur. King spyr Kelly meðal annars út í það hvort hann hafi haldið stúlkum nauðugum en ásakanirnar snúa meðal annars að því að tónlistarmaðurinn hafi haldið úti nokkurs konar sértrúarsöfnuði, heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Kelly svaraði því til að hann þyrfti ekki að halda konum nauðugum. „Af hverju myndi ég gera það? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum í fjarlægri fortíð? […] Hversu heimskur þyrfti ég að vera til að gera það?“ Tónlistarmanninum varð síðan heitt í hamsi, röddin brast og hann táraðist. „Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er að berjast fyrir fjárans lífi mínu.“ Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly þvertekur fyrir það að hafa misnotað konur og stúlkur áratugum saman og segir að ásakanirnar gegn honum séu „heimskulegar,“ „ekki sannar“ og „ósanngjarnar.“ Þetta kemur fram í viðtali við hann við CBS News sem birtist í tveimur hlutum í dag og á morgun. Kelly hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Fjallað er um viðtalið á vef The Guardian en hér fyrir neðan má sjá brot úr því sem CBS birti á Youtube í gær. Konurnar sem undanfarið hafa sakað Kelly um að hafa brotið gegn sér hafa meðal annars sagt frá því að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega sem og beitt þær andlegu ofbeldi. „Þetta er ekki satt! Ekki satt! Hvort sem það eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðarorðrómar. Ekki sannir!“ segir Kelly í viðtalinu sem blaðamaðurinn Gayle King tekur. King spyr Kelly meðal annars út í það hvort hann hafi haldið stúlkum nauðugum en ásakanirnar snúa meðal annars að því að tónlistarmaðurinn hafi haldið úti nokkurs konar sértrúarsöfnuði, heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Kelly svaraði því til að hann þyrfti ekki að halda konum nauðugum. „Af hverju myndi ég gera það? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum í fjarlægri fortíð? […] Hversu heimskur þyrfti ég að vera til að gera það?“ Tónlistarmanninum varð síðan heitt í hamsi, röddin brast og hann táraðist. „Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er að berjast fyrir fjárans lífi mínu.“
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45
R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53