Enski boltinn

Jim Smith látinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jim Smith er hann kom Derby upp í ensku úrvalsdeildina.
Jim Smith er hann kom Derby upp í ensku úrvalsdeildina. vísir/getty

Jim Smith, fyrrum stjóri Derby, Portsmouth og Oxford, lést í gær 79 ára að aldri.Smith, sem almennt var kallaður Sköllótti örninn, stýrði alls níu félögum á þjálfaraferli sínum. Á meðal hápunkta ferilsins var er hann stýrði QPR í úrslit deildabikarsins árið 1986 og er hann kom Derby upp í úrvalsdeild árið 1996.Knattspyrnuferill Smith náði aldrei miklum hæðum þar sem hann lék alltaf í neðri deildunum en hann fann sig betur sem knattspyrnustjóri.Hann þótti einkar góður í að vinna með unga leikmenn og búa til úr þeim úrvalsleikmenn. Á meðal þeirra leikmanna sem komu ungir í handleiðslu hjá Smith voru John Aldridge og Darren Anderton. Hann var einnig lunkinn í að finna leikmenn og ein af hans bestu kaupum var er hann keypti Króatann Igor Stimac til Derby.Smith var iðulega fljótur að breyta gengi sinna liða og fór margoft upp um deildir með sín lið og er hans enn minnst með mikilli hlýju hjá Derby enda kom hann liðinu alla leið upp í efstu deild.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.