Enski boltinn

Leik­menn og fé­lög sendu sam­úðar­kveðjur til Benik Afobe

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Maddison í bol með skilaboðum til Afobe.
James Maddison í bol með skilaboðum til Afobe. vísir/getty
Knattspyrnumaðurinn Benik Afobe greindi frá því í gær dóttir hans, Amora, hafi látist á föstudaginn eftir baráttu við veikindi. Amora var einungis tveggja ára gömul þegar hún lést.Þessi 26 ára gamli framherji er nú á láni hjá Bristol City en hann er samningsbundinn Stoke City. Hann ólst upp hjá Arsenal en hefur einnig leikið með Bournemouth og Wolves.Afobe greindi frá áfallinu í yfirlýsingu í gær en hann er sjálfur á meiðslalistanum og verður það væntanlega út tímabilið vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í september.Margir úr knattspyrnuheiminum hafa sent Afobe og fjölskyldu hans kveðjur en nokkrar þeirra má sjá hér að neðan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.