Enski boltinn

Leik­menn og fé­lög sendu sam­úðar­kveðjur til Benik Afobe

Anton Ingi Leifsson skrifar
James Maddison í bol með skilaboðum til Afobe.
James Maddison í bol með skilaboðum til Afobe. vísir/getty

Knattspyrnumaðurinn Benik Afobe greindi frá því í gær dóttir hans, Amora, hafi látist á föstudaginn eftir baráttu við veikindi. Amora var einungis tveggja ára gömul þegar hún lést.

Þessi 26 ára gamli framherji er nú á láni hjá Bristol City en hann er samningsbundinn Stoke City. Hann ólst upp hjá Arsenal en hefur einnig leikið með Bournemouth og Wolves.

Afobe greindi frá áfallinu í yfirlýsingu í gær en hann er sjálfur á meiðslalistanum og verður það væntanlega út tímabilið vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í september.

Margir úr knattspyrnuheiminum hafa sent Afobe og fjölskyldu hans kveðjur en nokkrar þeirra má sjá hér að neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.