Tottenham ákvað að áfrýja rauða spjaldinu sem Son fékk með tárin í augunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 09:30 Son Heung-min átti mjög erfitt með sig eftir að hann sá meiðsli Andre Gomes. Getty/ Simon Stacpoole Tottenham ætlar að reyna að fá rauða spjaldið dregið til baka sem Martin Atkinson dómari gaf Son Heung-min í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tottenham tók þá ákvörðun að áfrýja rauða spjaldinu og málið endar því inn á borði aganefndar ensku úrvalsdeildarinnar. Fátt var um annað rætt eftir jafntefli Everton og Tottenham á sunnudaginn en atvikið þegar Andre Gomes varð fyrir hræðilegum meiðslum eftir tæklingu frá Suður-Kóreumanninum Son Heung-min. Andre Gomes var borinn af velli, ökklabrotinn og úr lið, á meðan Son Heung-min brotnaði algjörlega niður. Son spilaði ekki meira í leiknum því Martin Atkinson dómari hætti við að gefa honum gult spjald og gaf honum rautt. Atkinson sá afleiðingar brotsins og ákveð að gefa Son frekar rautt. Atvikið var samt ekki skoðað í Varsjánni frægu.Tottenham have appealed against Son Heung-min's red card for his tackle on Andre Gomes, which led to the Everton midfielder's horrific ankle injury. More here https://t.co/9qM2aloEE5pic.twitter.com/ocbLvDf3U0 — BBC Sport (@BBCSport) November 5, 2019„Son fékk rauða spjaldið fyrir að ógna öryggi mótherja en meiðslin komu í framhaldi af tæklingu hans,“ sagði í útskýringu frá ensku úrvalsdeildinni. Það fundu örugglega mjög margir til með Andre Gomes, enda illa meiddur, en það höfðu líka margir samúð með Son Heung-min sem var alveg niðurbrotinn eftir atvikið. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, talaði um það eftir leikinn að Son Heung-min ætlaði ekki að meiða Gomes og að Varsjáin hefði átt að sjá það. „Það var alveg ljóst að Son ætlaði aldrei að búa til vandamálið sem varð til í frramhaldinu. Menn áttu því að nota Varsjána til að kalla rauða spjaldið til baka,“ sagði Mauricio Pochettino. Gangi áfrýjunin ekki eftir þá missir Son Heung-min af næstu þremur leikjum sem eru á móti Sheffield United, West Ham og Bournemouth. Það eru betri fréttir af Andre Gomes en aðgerðin á ökkla hans heppnaðist vel. Hann ætti því að ná sér alveg af meiðslunum sem eru góðar fréttir. Enski boltinn Tengdar fréttir Pochettino: Son er miður sín Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min. 3. nóvember 2019 22:45 „Tölum þrisvar sinnum meira um dómgæslu eftir að VAR kom“ Jamie Carragher vill losna við myndbandsdómgæsluna. 4. nóvember 2019 12:00 „Augu hans voru galopin en ég reyndi að halda utan um hann og tala við hann“ Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. 4. nóvember 2019 08:30 Gylfi sendi Gomes góða kveðju: „Við erum öll með þér“ Íslenski landsliðsmaðurinn sendi samherja sínum góða kveðju á Instagram. 4. nóvember 2019 16:45 Hræðileg meiðsli Gomes í dramatísku jafntefli á Goodison Everton náði í jafntefli gegn Tottenham seint í uppbótartíma eftir að Andre Gomes var borinn út af á börum eftir hrikaleg meiðsli. 3. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Tottenham ætlar að reyna að fá rauða spjaldið dregið til baka sem Martin Atkinson dómari gaf Son Heung-min í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tottenham tók þá ákvörðun að áfrýja rauða spjaldinu og málið endar því inn á borði aganefndar ensku úrvalsdeildarinnar. Fátt var um annað rætt eftir jafntefli Everton og Tottenham á sunnudaginn en atvikið þegar Andre Gomes varð fyrir hræðilegum meiðslum eftir tæklingu frá Suður-Kóreumanninum Son Heung-min. Andre Gomes var borinn af velli, ökklabrotinn og úr lið, á meðan Son Heung-min brotnaði algjörlega niður. Son spilaði ekki meira í leiknum því Martin Atkinson dómari hætti við að gefa honum gult spjald og gaf honum rautt. Atkinson sá afleiðingar brotsins og ákveð að gefa Son frekar rautt. Atvikið var samt ekki skoðað í Varsjánni frægu.Tottenham have appealed against Son Heung-min's red card for his tackle on Andre Gomes, which led to the Everton midfielder's horrific ankle injury. More here https://t.co/9qM2aloEE5pic.twitter.com/ocbLvDf3U0 — BBC Sport (@BBCSport) November 5, 2019„Son fékk rauða spjaldið fyrir að ógna öryggi mótherja en meiðslin komu í framhaldi af tæklingu hans,“ sagði í útskýringu frá ensku úrvalsdeildinni. Það fundu örugglega mjög margir til með Andre Gomes, enda illa meiddur, en það höfðu líka margir samúð með Son Heung-min sem var alveg niðurbrotinn eftir atvikið. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, talaði um það eftir leikinn að Son Heung-min ætlaði ekki að meiða Gomes og að Varsjáin hefði átt að sjá það. „Það var alveg ljóst að Son ætlaði aldrei að búa til vandamálið sem varð til í frramhaldinu. Menn áttu því að nota Varsjána til að kalla rauða spjaldið til baka,“ sagði Mauricio Pochettino. Gangi áfrýjunin ekki eftir þá missir Son Heung-min af næstu þremur leikjum sem eru á móti Sheffield United, West Ham og Bournemouth. Það eru betri fréttir af Andre Gomes en aðgerðin á ökkla hans heppnaðist vel. Hann ætti því að ná sér alveg af meiðslunum sem eru góðar fréttir.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pochettino: Son er miður sín Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min. 3. nóvember 2019 22:45 „Tölum þrisvar sinnum meira um dómgæslu eftir að VAR kom“ Jamie Carragher vill losna við myndbandsdómgæsluna. 4. nóvember 2019 12:00 „Augu hans voru galopin en ég reyndi að halda utan um hann og tala við hann“ Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. 4. nóvember 2019 08:30 Gylfi sendi Gomes góða kveðju: „Við erum öll með þér“ Íslenski landsliðsmaðurinn sendi samherja sínum góða kveðju á Instagram. 4. nóvember 2019 16:45 Hræðileg meiðsli Gomes í dramatísku jafntefli á Goodison Everton náði í jafntefli gegn Tottenham seint í uppbótartíma eftir að Andre Gomes var borinn út af á börum eftir hrikaleg meiðsli. 3. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Pochettino: Son er miður sín Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min. 3. nóvember 2019 22:45
„Tölum þrisvar sinnum meira um dómgæslu eftir að VAR kom“ Jamie Carragher vill losna við myndbandsdómgæsluna. 4. nóvember 2019 12:00
„Augu hans voru galopin en ég reyndi að halda utan um hann og tala við hann“ Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. 4. nóvember 2019 08:30
Gylfi sendi Gomes góða kveðju: „Við erum öll með þér“ Íslenski landsliðsmaðurinn sendi samherja sínum góða kveðju á Instagram. 4. nóvember 2019 16:45
Hræðileg meiðsli Gomes í dramatísku jafntefli á Goodison Everton náði í jafntefli gegn Tottenham seint í uppbótartíma eftir að Andre Gomes var borinn út af á börum eftir hrikaleg meiðsli. 3. nóvember 2019 18:45