Enski boltinn

Tottenham ákvað að áfrýja rauða spjaldinu sem Son fékk með tárin í augunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Son Heung-min átti mjög erfitt með sig eftir að hann sá meiðsli Andre Gomes.
Son Heung-min átti mjög erfitt með sig eftir að hann sá meiðsli Andre Gomes. Getty/ Simon Stacpoole
Tottenham ætlar að reyna að fá rauða spjaldið dregið til baka sem Martin Atkinson dómari gaf Son Heung-min í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.Tottenham tók þá ákvörðun að áfrýja rauða spjaldinu og málið endar því inn á borði aganefndar ensku úrvalsdeildarinnar.Fátt var um annað rætt eftir jafntefli Everton og Tottenham á sunnudaginn en atvikið þegar Andre Gomes varð fyrir hræðilegum meiðslum eftir tæklingu frá Suður-Kóreumanninum Son Heung-min.Andre Gomes var borinn af velli, ökklabrotinn og úr lið, á meðan Son Heung-min brotnaði algjörlega niður. Son spilaði ekki meira í leiknum því Martin Atkinson dómari hætti við að gefa honum gult spjald og gaf honum rautt.Atkinson sá afleiðingar brotsins og ákveð að gefa Son frekar rautt. Atvikið var samt ekki skoðað í Varsjánni frægu.„Son fékk rauða spjaldið fyrir að ógna öryggi mótherja en meiðslin komu í framhaldi af tæklingu hans,“ sagði í útskýringu frá ensku úrvalsdeildinni.Það fundu örugglega mjög margir til með Andre Gomes, enda illa meiddur, en það höfðu líka margir samúð með Son Heung-min sem var alveg niðurbrotinn eftir atvikið.Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, talaði um það eftir leikinn að Son Heung-min ætlaði ekki að meiða Gomes og að Varsjáin hefði átt að sjá það.„Það var alveg ljóst að Son ætlaði aldrei að búa til vandamálið sem varð til í frramhaldinu. Menn áttu því að nota Varsjána til að kalla rauða spjaldið til baka,“ sagði Mauricio Pochettino.Gangi áfrýjunin ekki eftir þá missir Son Heung-min af næstu þremur leikjum sem eru á móti Sheffield United, West Ham og Bournemouth.Það eru betri fréttir af Andre Gomes en aðgerðin á ökkla hans heppnaðist vel. Hann ætti því að ná sér alveg af meiðslunum sem eru góðar fréttir.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Pochettino: Son er miður sín

Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.