Enski boltinn

Gylfi sendi Gomes góða kveðju: „Við erum öll með þér“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi og Gomes kljást í leik Íslands og Portúgals á EM 2016.
Gylfi og Gomes kljást í leik Íslands og Portúgals á EM 2016. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson sendi liðsfélaga sínum hjá Everton, Andre Gomes, góða kveðju á Instagram í dag.

Gomes fótbrotnaði illa í leik Everton og Tottenham í gær. Hann gekkst undir aðgerð í dag sem heppnaðist vel.

„Við erum öll með þér! Ég vonast til að sjá þig allra fyrst aftur inni á vellinum,“ skrifaði Gylfi á Instagram og birti mynd af þeim Gomes.


 
 
 
View this post on Instagram
We are all with you! Hope to see you back on the pitch as soon as possible
A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on


Gylfi kom inn á fyrir Gomes þegar hann meiddist í leiknum í gær. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur byrjað á varamannabekknum í síðustu fjórum leikjum Everton.

Liðið er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig eftir ellefu leiki.


Tengdar fréttir

Pochettino: Son er miður sín

Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.