Enski boltinn

Gylfi sendi Gomes góða kveðju: „Við erum öll með þér“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi og Gomes kljást í leik Íslands og Portúgals á EM 2016.
Gylfi og Gomes kljást í leik Íslands og Portúgals á EM 2016. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson sendi liðsfélaga sínum hjá Everton, Andre Gomes, góða kveðju á Instagram í dag.

Gomes fótbrotnaði illa í leik Everton og Tottenham í gær. Hann gekkst undir aðgerð í dag sem heppnaðist vel.

„Við erum öll með þér! Ég vonast til að sjá þig allra fyrst aftur inni á vellinum,“ skrifaði Gylfi á Instagram og birti mynd af þeim Gomes. 
 
 
View this post on Instagram
We are all with you! Hope to see you back on the pitch as soon as possible

A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on Nov 4, 2019 at 6:34am PSTGylfi kom inn á fyrir Gomes þegar hann meiddist í leiknum í gær. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur byrjað á varamannabekknum í síðustu fjórum leikjum Everton.

Liðið er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig eftir ellefu leiki.


Tengdar fréttir

Pochettino: Son er miður sín

Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.