„Augu hans voru galopin en ég reyndi að halda utan um hann og tala við hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 08:30 Cenk Tosun hefur hér tekið utan um Andre Gomes á meðan aðrir átta sig á alvarleika meiðslanna. Getty/Robbie Jay Barratt Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. Andre Gomes fer í aðgerð í dag eftir að hafa meiðst mjög illa á hægri ökkla í leik Everton og Tottenham á Goodison Park í gær. Andre Gomes fór úr ökklalið og ökklabrotnaði. Tottenham-maðurinn Son Heung-min fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið og fór grátandi af velli. Einn af þeim sem kom til Andre Gomes strax eftir atvikið var tyrkneski framherjinn Cenk Tosun sem var nýkominn inn á sem varamaður. Cenk Tosun átti seinna eftir að tryggja Everton jafntefli með marki í uppbótatíma.Everton midfielder Andre Gomes will have surgery today after suffering a horrific ankle injury in Sunday's Premier League match against Tottenham. More https://t.co/kAr7QZYGnSpic.twitter.com/JK4UmJdmd2 — BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2019Cenk Tosun lýsti sinni upplifun af meiðslum Andre Gomes í viðtali við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Það eru allir leiðir inn í sér. Sumir leikmenn fóru næstum því að gráta,“ sagði Cenk Tosun. „Andre var í sjokki. Augu hans voru svo galopin. Hann var grátandi, hrópandi og öskrandi,“ sagði Tosun. „Ég reyndi bara að halda utan um hann og tala við hann. Ég sagði honum að reyna að vera rólegur. Við skildum samt ekki hvað hann var að segja,“ sagði Tosun. Cenk Tosun tjáði sig líka um atvikið á Instagram-reikningi sínum. „Þú vinnur, þú gerir jafntefli eða þú tapar. Það skiptir hins vegar engu máli þegar svona gerist. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki skorað. Ég vildi óska að við hefðum tapað 5-0 og að þetta hefði ekki gerst. Ég veit samt að þú kemur sterkari til baka Andre og við verðum hér til að styðja þig,“ skrifaði Cenk Tosun. View this post on InstagramYou win, you draw, you lose but all that doesn’t matter when something like this happens. I wish I didn’t score, I wish we lost 0-5 and this didn’t happen. I know you will come back stronger bro and we will be there for you @aftgomes21 Kazanırsın, kaybedersin ama böyle bir şey olunca hiçbir şeyin önemi yok. Keşke gol atmasaydım, keşke maçı 0-5 kaybetseydik ama böyle bir olay yaşanmasaydı. Biliyorum daha güçlü döneceksin kardeşim ve bu yolda biz senin daima yanında olacağız @aftgomes21 A post shared by Cenk Tosun (@cenktosun14) on Nov 3, 2019 at 11:11am PST Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði leikmönnum sínum fyrir viðbrögð sín inn á vellinum. „Þetta var skelfileg stund fyrir okkur og okkar lið. Þetta snerist um meira en bara fótboltaleik,“ sagði Marco Silva. „Við munum gefa Andre og fjölskyldu hans allan okkar stuðning. Við sem hópur verðum að standa þétt saman og sýna þann anda sem við sýndum eftir atvikið,“ sagði Marco Silva. „Leikmenn okkar eru leiðir núna. Þetta var erfið stund í búningsklefanum og erfið stund fyrir Andre. Hann er mjög illa meiddur en ég er hundrað prósent viss um að Andre kemur sterkari til baka, bæði sem fótboltamaður og sem manneskja. Hann er frábær drengur og frábær fagmaður,“ sagði Marco Silva. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. Andre Gomes fer í aðgerð í dag eftir að hafa meiðst mjög illa á hægri ökkla í leik Everton og Tottenham á Goodison Park í gær. Andre Gomes fór úr ökklalið og ökklabrotnaði. Tottenham-maðurinn Son Heung-min fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið og fór grátandi af velli. Einn af þeim sem kom til Andre Gomes strax eftir atvikið var tyrkneski framherjinn Cenk Tosun sem var nýkominn inn á sem varamaður. Cenk Tosun átti seinna eftir að tryggja Everton jafntefli með marki í uppbótatíma.Everton midfielder Andre Gomes will have surgery today after suffering a horrific ankle injury in Sunday's Premier League match against Tottenham. More https://t.co/kAr7QZYGnSpic.twitter.com/JK4UmJdmd2 — BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2019Cenk Tosun lýsti sinni upplifun af meiðslum Andre Gomes í viðtali við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Það eru allir leiðir inn í sér. Sumir leikmenn fóru næstum því að gráta,“ sagði Cenk Tosun. „Andre var í sjokki. Augu hans voru svo galopin. Hann var grátandi, hrópandi og öskrandi,“ sagði Tosun. „Ég reyndi bara að halda utan um hann og tala við hann. Ég sagði honum að reyna að vera rólegur. Við skildum samt ekki hvað hann var að segja,“ sagði Tosun. Cenk Tosun tjáði sig líka um atvikið á Instagram-reikningi sínum. „Þú vinnur, þú gerir jafntefli eða þú tapar. Það skiptir hins vegar engu máli þegar svona gerist. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki skorað. Ég vildi óska að við hefðum tapað 5-0 og að þetta hefði ekki gerst. Ég veit samt að þú kemur sterkari til baka Andre og við verðum hér til að styðja þig,“ skrifaði Cenk Tosun. View this post on InstagramYou win, you draw, you lose but all that doesn’t matter when something like this happens. I wish I didn’t score, I wish we lost 0-5 and this didn’t happen. I know you will come back stronger bro and we will be there for you @aftgomes21 Kazanırsın, kaybedersin ama böyle bir şey olunca hiçbir şeyin önemi yok. Keşke gol atmasaydım, keşke maçı 0-5 kaybetseydik ama böyle bir olay yaşanmasaydı. Biliyorum daha güçlü döneceksin kardeşim ve bu yolda biz senin daima yanında olacağız @aftgomes21 A post shared by Cenk Tosun (@cenktosun14) on Nov 3, 2019 at 11:11am PST Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði leikmönnum sínum fyrir viðbrögð sín inn á vellinum. „Þetta var skelfileg stund fyrir okkur og okkar lið. Þetta snerist um meira en bara fótboltaleik,“ sagði Marco Silva. „Við munum gefa Andre og fjölskyldu hans allan okkar stuðning. Við sem hópur verðum að standa þétt saman og sýna þann anda sem við sýndum eftir atvikið,“ sagði Marco Silva. „Leikmenn okkar eru leiðir núna. Þetta var erfið stund í búningsklefanum og erfið stund fyrir Andre. Hann er mjög illa meiddur en ég er hundrað prósent viss um að Andre kemur sterkari til baka, bæði sem fótboltamaður og sem manneskja. Hann er frábær drengur og frábær fagmaður,“ sagði Marco Silva.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira