Enski boltinn

„Tölum þrisvar sinnum meira um dómgæslu eftir að VAR kom“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúmar þrjár mínútur tók að kanna hvort Dele Alli hefði handleikið boltann viljandi innan vítateigs í leik Everton og Tottenham.
Rúmar þrjár mínútur tók að kanna hvort Dele Alli hefði handleikið boltann viljandi innan vítateigs í leik Everton og Tottenham. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sparkspekingur á Sky Sports, segist ekki lengur vera hlynntur myndbandsdómgæslu (VAR).Kornið sem fyllti mælinn var þegar það tók meira en þrjár mínútur að skera úr um hvort dæma ætti vítaspyrnu á Dele Alli í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Á endanum var víti ekki dæmt.„Ég var aldrei stuðningsmaður VAR en fannst að það ætti að gefa því tækifæri til að bæta leikinn. Þess vegna var ég fylgjandi því, til að halda áfram að þróa fótboltann,“ sagði Carragher.Vonast var til þess að minna púður færi í að tuða um dómgæslu með tilkomu VAR. Hið þveröfuga hefur gerst og sjaldan eða aldrei hefur verið meira rætt og ritað um dómgæslu en eftir að VAR kom til sögunnar.„Ég get ekki lengur stutt VAR og ég er kominn með ógeð á tuðinu yfir því. VAR hefur ekki haft tilætluð áhrif. Við tölum þrisvar sinnum meira um dómgæslu en áður en VAR kom til sögunnar,“ sagði Carragher. „Ég trúi ekki að ég sé að segja þetta en ég vil ekki sjá VAR lengur.“Leikur Everton og Tottenham endaði með 1-1 jafntefli. Leiksins verður kannski helst minnst fyrir skelfileg meiðsli sem Andre Gomes, leikmaður Everton, varð fyrir í seinni hálfleik.


Tengdar fréttir

Pochettino: Son er miður sín

Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.