Enski boltinn

„Arsenal litu út eins og prímadonnur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmönnum Arsenal var ekki skemmt.
Leikmönnum Arsenal var ekki skemmt. vísir/getty
Chris Sutton, fyrrum knattspyrnumaður og nú spekingur hjá BBC, var ekki hrifinn af leik Arsenal í 1-0 tapinu gegn Sheffield United á útivelli í gærkvöldi.

Arsenal tapaði eftir að Lys Mousset skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 30. mínútu en Chris Wilder, stjóri Sheffield United, fékk hrós frá Sutton.

„Þú getur sagt að Chris Wilder er af gamla skólanum hvernig hann þjálfar en þú getur séð að leikmennirnir bera mikla virðingu fyrir honum,“ sagði Sutton eftir leikinn.

„Mér fannst munurinn í kvöld vera hungrið. Arsenal lítu út eins og prímadonnur. Þeir héldu að þeir gætu bara mætt á Bramall Lane og tekið þrjú stig.“







Mesut Özil var ekki í leikmannahópi Arsenal og segir Sutton að þar liggi ekki vandræði Arsenal.

„Mér er alveg sama hversu mikið Mesut Özil er að fá borgað. Aðalatriðið er hvernig hann er að spila í Arsenal treyjunni og hann er ekki að gera það.“

„Við erum ekki á æfingasvæði Arsenal eða vitum hvað gengur á en ef Özil væri að standa sig vel - og við vitum hversu mikil gæði hann hefur - þá myndi Unai vita hversu mikil áhrif hann hefði á liðið.“

„Hann myndi spila honum því hann vill vinna leiki og bæta sig. Það hlýtur að vera eitthvað rangt og það lítur út fyrir að Özil muni þurfa að finna lausn á þessu sjálfur,“ bætti Sutton við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×