Enski boltinn

Evra líkti leikmönnum Arsenal við börn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, fórnar höndum.
Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, fórnar höndum. vísir/getty
Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fór hörðum orðum um Arsenal eftir tapið fyrir Sheffield United, 1-0, í gær..

Evra var gestur í þættinum Monday Night Football á Sky Sports. Þar fór hann yfir leik Sheffield United og Arsenal ásamt Jamie Carragher. Evra sagði að Arsenal-menn væru alveg jafn aumir og þegar hann lék á Englandi á árunum 2006-14.

„Ég er ánægður fyrir hönd Sheffield United. Þeir áttu skilið að vinna. En Arsenal kom mér ekki á óvart. Ég var vanur að kalla þá „börnin mín“ fyrir tíu árum. Þegar ég mætti Arsenal vissi ég að ég myndi vinna,“ sagði Evra.

Að hans mati hefur Unai Emery ekki tekist að setja sitt mark á lið Arsenal. Sömu vandamálin séu enn að plaga Arsenal og þegar Arsene Wenger stýrði liðinu.

„Ekkert hefur breyst. Hvar er Wenger? Því þetta er nákvæmlega eins,“ sagði Evra.

Arsenal er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir níu umferðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×