Fótbolti

Þessir leikmenn eru tilnefndir til Ballon d'Or: Leikmenn Liverpool áberandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sadio Mane og Ada Hegerberg eru meðal tilnefndra leikmanna.
Sadio Mane og Ada Hegerberg eru meðal tilnefndra leikmanna. vísir/samsett/getty
Dagblaðið France Football tilkynnir í kvöld hvaða leikmenn koma til greina í bæði karla- og kvennaflokki í baráttunni um Gullknöttinn.Fyrr í kvöld voru tuttugu leikmenn tilnefndir og hægt og rólega er verið að bæta við tilnefningunum á Twitter-síðu fjölmiðilsins.Liverpool á sex leikmenn á listanum en manchester City er einnig atkvæðamikið. Hugo Lloris, markvörður Tottenham, er á listanum í ár sem og Donny van de Beek, leikmaður Ajax.Fréttin hefur verður uppfærð eftir því sem fleiri leikmenn bættust inn á listann.Þeir sem hafa verið tilnefndir í karlaflokki:

Sadio Mane (Liverpool)

Hugo Lloris (Tottenham)

Dusan Tadic (Ajax)

Frenkie De Jong (Barcelona)

Sergio Aguero (Man City)

Trent Alexander-Arnold (Liverpool)

Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal)

Kylian Mbappe (PSG)

Marc-Andre Ter Stegen (Barcelona)

Donny van de Beek (Ajax)

Cristiano Ronaldo (Juventus)

Alisson Becker (Liverpool)

Matthijs de Ligt (Juventus)

Karim Benzema (Real Madrid)

Georginio Wijnaldum (Liverpool)

Virgil van Dijk (Liverpool)

Bernardo Silva (Man City)

Heung-Min Son (Tottenham)

Robert Lewandowski (Bayern Munich)

Roberto Firmino (Liverpool)

Lionel Messi (Barcelona)

Riyad Mahrez (Man City)

Kevin De Bruyne (Man City)

Kalidou Koulibaly (Napoli)

Antoine Griezmann (Barcelona)Í kvennaflokki eru þær ensku Ellen White og Lucy Bronze á sínum stað en heimsmeistararnir, Megan Rapinoe og Alex Morgan, eru líklegir til afreka.Hin danska Pernille Harden er á listanum sem og hin norska Ada Hegerberg sem vann Gullknöttinn á síðustu leiktíð.Þær sem hafa verið tilnefndar í kvennaflokki:

Sam Kerr (Chicago Red Stars)

Ellen White (Man City)

Nilla Fischer (Wolfsburg)

Amandine Henry (Lyon)

Lucy Bronze (Lyon)

Alex Morgan (Orlando Pride)

Vivianne Miedema (Arsenal)

Dzenifer Marozsan (Lyon)

Pernille Harder (Wolfsburg)

Sarah Bouhaddi (Lyon)

Megan Rapinoe (Reign FC)

Lieke Martens (Barcelona)

Sari van Veenendaal (Atletico Madrid)

Wendie Renard (Lyon)

Rose Lavelle (Washington Spirit)

Marta (Orlando Pride)

Ada Hegerberg (Lyon)

Kosovare Asllani (CD Tacon)

Sofia Jakobsson (CD Tacon)

Tobin Heath (Portland Thorns)Fréttin hefur verður uppfærð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.