Enski boltinn

FIFA fylgist grannt með stöðunni í Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum á mánudagskvöldið.
Úr leiknum á mánudagskvöldið. vísir/getty

Knattspyrnusambandið FIFA fylgist grannt með stöðu mála hjá búlgarska knattspyrnusambandinu en mikið hefur gengið á.

Mikið hefur gengið á í Búlgaríu eftir að liðið tapaði 6-0 gegn Englandi á mánudagskvöldið þar sem leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir rasisma.

Borislav Mihaylov, formaður knattspyrnusambandsins, sagði af sér í gær eftir að forsætisráðherra sagði að allar greiðslur til sambandsins færu á ís meðan hann væri formaður.

Í lögum FIFA stendur það skýrum stöfum að ríkisstjórnir mega ekki skipta sér af knattspyrnusamböndunum og fylgist því FIFA með gangi mála í Búlgaríu.

„Við erum að fylgjast vel með gangi mála,“ sagði talsmaður FIFA í samtali við Sky Sports.

FIFA hefur enn ekki sett af stað rannsókn á afsögn Borislav en það gæti kostað Búlgaríu bann verði þeir fundnir sekir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.