Fótbolti

UEFA kærir bæði Búlgaríu og England eftir leik liðanna í undankeppni EM 2020

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dómari leiksins aðstoðar Marcus Rashford, leikmann Man Utd, á fætur
Dómari leiksins aðstoðar Marcus Rashford, leikmann Man Utd, á fætur Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært bæði búlgarska og enska knattspyrnusambandið vegna hegðunar stuðningsmanna liðanna í leik liðanna í undakeppni EM 2020 í gær. England vann leikinn 6-0.The Guardian greinir frá þessu.Búlgarska knattspyrnusambandið er kært vegna kynþáttafordóma stuðningsmanna þeirra ásamt því að þeir heilsuðu að sið Nasista. Þá sætir enska sambandið kæru þar sem stuðningsmenn enska liðsins trufluðu þjóðsöng Búlgaríu. Þetta er í þriðja skiptið á skömmum tíma sem búlgarskir stuðningsmenn gerast sekir um hegðun sem þessa. Var hluta stúkunnar á Vasil Levski vellinum í Sofia lokaður vegna hegðunar þeirra gegn Tékklandi og Kosovó í júní. Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, sagði í viðtali að knattspyrnusambönd ein gætu ekki lagað þessi vandamál. Ceferin vill að ríkisstjórnir landa hjálpi til. Ekki kemur fram hver refsingin verður en það er ljóst að Búlgaría ætti að eiga yfir höfði sér þunga refsingu fyrir atvikið. Það er ljóst að loka ákveðnum hlutum stúkunnar er ekki nægileg refsing. Opnast hefur umræða um að Búlgaríu sé hent úr keppni sem og bannað að taka þátt í undankeppni HM 2022 eða EM 2024. Eins og við greindum frá fyrr í dag þá hefur forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, Borislav Mihaylov, sagt af sér vegna málsins.England vann leikinn að lokum 6-0 þar sem þeir Raheem Sterling (2), Ross Barkley (2), Marcus Rashford og Harry Kane skoruðu mörkin. Með  sigrinum fór England á topp riðilsins.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.