Fótbolti

Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Krasimir Balakov ræðir við Kieran Trippier í leiknum í gær.
Krasimir Balakov ræðir við Kieran Trippier í leiknum í gær. vísir/getty
Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM.Mikið hefur verið rætt og ritað um hegðun stuðningsmanna Búlgaríu í gær en leikurinn var í tvígang stöðvaður vegna hegðunnar búlgarska stuðningsmanna.Balakov er þó ekki svo viss að þessi hegðun hafi átt sér stað.„Ég var að einbeita mér að leiknum og heyrði ekkert. Ég talaði bara við ensku fjölmiðlanna og sagði þeim að ef þetta yrði sannað og væri rétt þá yrðum við að skammast okkar og biðjast afsökunar.“„En aftur segi ég að það verður að sanna þetta að þetta hafi verið satt. Ef fyrirliði okkar var að tala við stuðningsmennina var það væntanlega vegna þess hvernig liðið var að spila og hvernig umræðan var fyrir leikinn.“„Stuðningsmennirnir eru tilfinningaríkir. Þið viljið væntanlega ekki heyra mig segja þetta en ef eitthvað gerðist þá var það væntanlega lítill hópur og það er óafsakanlegt, ef þetta gerðist.“


Tengdar fréttir

Stórsigur Englands í skugga kynþáttaníðs

Enska landsliðið vann stórsigur á Búlgaríu í undankeppni EM 2020 í leik þar sem úrslitin falla í skugga óeirða stuðningsmanna sem beittu leikmenn Englands kynþáttaníði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.