Íslenski boltinn

Besta mætingin hjá Breiðabliki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frá best sótta leik sumarins, milli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli.
Frá best sótta leik sumarins, milli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. vísir/daníel

Breiðablik var með bestu aðsóknina í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Að meðaltali mættu 408 manns að meðaltali á leiki Breiðabliks.

Næstflestir sóttu leiki Íslandsmeistara Vals, eða 340 manns að meðaltali.

Aðsókn á leiki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta jókst milli ára samkvæmt frétt á vefsíðu KSÍ.

Á síðasta tímabili mættu að meðaltali 186 manns á leiki í deildinni. Í sumar sóttu alls 19.497 áhorfendur leikina 90 í Pepsi Max-deildinni. Það gerir 217 manns að meðaltali á leik.

Versta mætingin var á leiki ÍBV, eða 117 manns að meðaltali.

Best sótti leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar var viðureign Breiðabliks og Vals í sautjándu og næstsíðustu umferðinni. Alls voru 1206 áhorfendur á Kópavogsvelli á þeim leik.

Næstflestir sáu leik Vals og Breiðabliks á Origo-vellinum í byrjun júlí, eða 828 manns.

Félag Meðaltal
Breiðablik 408
Valur 340
Þór/KA 222
Selfoss 220
Fylkir 211
Stjarnan 190
HK/Víkingur 164
Keflavík 149
KR 146
ÍBV 117
Alls 217


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.