Íslenski boltinn

Besta mætingin hjá Breiðabliki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frá best sótta leik sumarins, milli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli.
Frá best sótta leik sumarins, milli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. vísir/daníel
Breiðablik var með bestu aðsóknina í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Að meðaltali mættu 408 manns að meðaltali á leiki Breiðabliks.

Næstflestir sóttu leiki Íslandsmeistara Vals, eða 340 manns að meðaltali.

Aðsókn á leiki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta jókst milli ára samkvæmt frétt á vefsíðu KSÍ.

Á síðasta tímabili mættu að meðaltali 186 manns á leiki í deildinni. Í sumar sóttu alls 19.497 áhorfendur leikina 90 í Pepsi Max-deildinni. Það gerir 217 manns að meðaltali á leik.

Versta mætingin var á leiki ÍBV, eða 117 manns að meðaltali.

Best sótti leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar var viðureign Breiðabliks og Vals í sautjándu og næstsíðustu umferðinni. Alls voru 1206 áhorfendur á Kópavogsvelli á þeim leik.

Næstflestir sáu leik Vals og Breiðabliks á Origo-vellinum í byrjun júlí, eða 828 manns.

Félag Meðaltal

Breiðablik 408

Valur 340

Þór/KA 222

Selfoss 220

Fylkir 211

Stjarnan 190

HK/Víkingur 164

Keflavík 149

KR 146

ÍBV 117

Alls 217


Tengdar fréttir

Margrét Lára: Besta tilfinning í heimi

Margrét Lára Viðarsdóttir var í skýjunum eftir að lið hennar, Valur, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×