Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin og fagnaðarlætin hjá Val og Gróttu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valsstúlkur voru glaðar í bragði í dag og verða það eitthvað frameftir.
Valsstúlkur voru glaðar í bragði í dag og verða það eitthvað frameftir. vísir/daníel
Valur varð í dag Íslandsmeistari í Pepsi Max-deild kvenna og Grótta tryggði sér sigurinn í Inkasso-deild karla er lokaumferðirnar fóru fram í dag.Valur þurfti einungis stig á heimavelli gegn föllnu liði Keflavíkur og Valsstúlkur unnu 3-2 sigur eftir að hafa komist í 3-0.Mikill fagnaðarlæti brutust út á Hlíðarenda enda níu ár síðan Valur varð síðast meistari en mörkin úr leiknum sem og fagnaðarlætin má sjá hér að neðan.

Klippa: Valur Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu
Á Seltjarnarnesi tryggði Grótta sér sæti í Pepsi Max-deild karla með 4-0 sigur á Haukum sem féllu einnig úr Inkasso-deildinni.Fjölnir tapaði í Keflavík og með sigrinum þá tryggði Grótta sér því einnig gullið í Inkasso-deildinni. Þeir komu upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð.Mörkin og fögnuðinn sem og viðbrögð má sjá hér að neðan.

Klippa: Grótta spilar í efstu deild á næsta ári

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Margrét Lára: Besta tilfinning í heimi

Margrét Lára Viðarsdóttir var í skýjunum eftir að lið hennar, Valur, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Keflavík.

Grótta deildarmeistari í Inkasso

Grótta er deildarmeistari í Inkassodeild karla eftir stórsigur á Haukum í lokaumferðinni í dag á sama tíma og Fjölnir tapaði fyrir Keflavík.

Hallbera: Eigum þetta fyllilega skilið

Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Vals, skoraði fyrsta mark leiksins í dag og hjálpaði liði sínu að landa Íslandsmeistaratitlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.