Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin og fagnaðarlætin hjá Val og Gróttu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valsstúlkur voru glaðar í bragði í dag og verða það eitthvað frameftir.
Valsstúlkur voru glaðar í bragði í dag og verða það eitthvað frameftir. vísir/daníel

Valur varð í dag Íslandsmeistari í Pepsi Max-deild kvenna og Grótta tryggði sér sigurinn í Inkasso-deild karla er lokaumferðirnar fóru fram í dag.

Valur þurfti einungis stig á heimavelli gegn föllnu liði Keflavíkur og Valsstúlkur unnu 3-2 sigur eftir að hafa komist í 3-0.

Mikill fagnaðarlæti brutust út á Hlíðarenda enda níu ár síðan Valur varð síðast meistari en mörkin úr leiknum sem og fagnaðarlætin má sjá hér að neðan.


Klippa: Valur Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu


Á Seltjarnarnesi tryggði Grótta sér sæti í Pepsi Max-deild karla með 4-0 sigur á Haukum sem féllu einnig úr Inkasso-deildinni.

Fjölnir tapaði í Keflavík og með sigrinum þá tryggði Grótta sér því einnig gullið í Inkasso-deildinni. Þeir komu upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð.

Mörkin og fögnuðinn sem og viðbrögð má sjá hér að neðan.


Klippa: Grótta spilar í efstu deild á næsta ári


Tengdar fréttir

Grótta deildarmeistari í Inkasso

Grótta er deildarmeistari í Inkassodeild karla eftir stórsigur á Haukum í lokaumferðinni í dag á sama tíma og Fjölnir tapaði fyrir Keflavík.

Hallbera: Eigum þetta fyllilega skilið

Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Vals, skoraði fyrsta mark leiksins í dag og hjálpaði liði sínu að landa Íslandsmeistaratitlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.