Íslenski boltinn

Elín Metta: Örugglega mitt besta tímabil

Gabríel Sighvatsson skrifar
Elín Metta í leik með Val í sumar
Elín Metta í leik með Val í sumar vísir/bára
Elín Metta var að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa tryggt Íslandsmeistaratitilinn eftir leik.„Þetta er bara ólýsanlegt. Þetta er geggjaðasta tilfinning í heimi, að vinna þennan titil og ég er ógeðslega stolt af liðinu.“Stemingin var mjög góð fyrir leik og var Elín Metta ánægð með það en fannst óþarfi að hafa hleypt Keflavík inn í leikinn í seinni hálfleik.„Það var spenna í loftinu en við vorum einbeittar og mér fannst við alveg sýna það í dag þó þetta hafi verið erfitt á köflum. Við vorum bara vel gíraðar, höfðum alla vikuna til að undirbúa okkur.“„Kannski óþarfa spenna. Síðustu mínúturnar voru svolítið lengi að líða en svo sigldum við þessu í höfn sem betur fer.“Elín Metta Jensen átti frábært tímabil eins og allt Valsliðið en hún endaði markahæst í deildinni ásamt liðsfélaga hennar, Hlín Eiríksdóttur og kollega hennar í Breiðablik, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.„Mér finnst við vera búnar að spila hrikalega vel í allt sumar og það var það sem skilaði þessum titli. Við erum búnir að vera jafnar og stöðugar. Ég er virkilega sátt, þetta er örugglega mitt besta tímabil þannig að glæsilegt að ljúka því með Íslandsmeistaratitli.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.