Enski boltinn

Rashford varð fyrir kynþáttafordómum eftir vítaklúður eins og Pogba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rashford skaut í stöng úr vítaspyrnu gegn Crystal Palace í gær.
Rashford skaut í stöng úr vítaspyrnu gegn Crystal Palace í gær. vísir/getty

Marcus Rashford varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir leik Manchester United og Crystal Palace í gær. Hann brenndi af vítaspyrnu í 1-2 tapi United.

Rashford er annar leikmaður United sem verður fyrir kynþáttaníði eftir að hafa klúðrað víti á innan við viku. Netníðingar beindu reiði sinni að Paul Pogba eftir 1-1 jafntefli United og Wolves á mánudaginn.

Samherjar Pogbas, þ.á.m. Rashford, komu honum til varnar og það sama gerði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United.

Solskjær varði Rashford einnig eftir leikinn á Old Trafford í gær.

„Ég er eiginlega orðlaus að þetta skuli halda áfram. Við erum með fullt af herferðum gegn kynþáttaníði en samt halda rasistar áfram að fela sig á bak við dulnefni og gerviaðganga á samfélagsmiðlum. Það er fáránlegt að við séum enn að tala um þetta árið 2019,“ sagði Solskjær.

United er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Rasismi fær rauða spjaldið

Í skýrslu Kick It Out samtakanna fyrir tímabilið í fyrra fjölgaði tilfellum um kynþáttaníð gegn leikmönnum um 43%. Þrisvar strax í upphafi tímabilsins var grófu kynþáttaníði beint að þeldökkum leikmönnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.