Enski boltinn

Rashford varð fyrir kynþáttafordómum eftir vítaklúður eins og Pogba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rashford skaut í stöng úr vítaspyrnu gegn Crystal Palace í gær.
Rashford skaut í stöng úr vítaspyrnu gegn Crystal Palace í gær. vísir/getty
Marcus Rashford varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir leik Manchester United og Crystal Palace í gær. Hann brenndi af vítaspyrnu í 1-2 tapi United.

Rashford er annar leikmaður United sem verður fyrir kynþáttaníði eftir að hafa klúðrað víti á innan við viku. Netníðingar beindu reiði sinni að Paul Pogba eftir 1-1 jafntefli United og Wolves á mánudaginn.

Samherjar Pogbas, þ.á.m. Rashford, komu honum til varnar og það sama gerði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United.

Solskjær varði Rashford einnig eftir leikinn á Old Trafford í gær.

„Ég er eiginlega orðlaus að þetta skuli halda áfram. Við erum með fullt af herferðum gegn kynþáttaníði en samt halda rasistar áfram að fela sig á bak við dulnefni og gerviaðganga á samfélagsmiðlum. Það er fáránlegt að við séum enn að tala um þetta árið 2019,“ sagði Solskjær.

United er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Rasismi fær rauða spjaldið

Í skýrslu Kick It Out samtakanna fyrir tímabilið í fyrra fjölgaði tilfellum um kynþáttaníð gegn leikmönnum um 43%. Þrisvar strax í upphafi tímabilsins var grófu kynþáttaníði beint að þeldökkum leikmönnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.