Solskjær segir að Pogba og Rashford ákveði sjálfir hver taki víti hverju sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. ágúst 2019 22:08 Pogba og Solskjær takast í hendur eftir leikinn á Molineux í kvöld. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Paul Pogba og Marcus Rashford séu vítaskyttur liðsins og þeir ráði því hvor tekur víti hverju sinni. Pogba klúðraði víti þegar United gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Athygli vakti að Pogba tók vítið því Rashford skoraði af vítapunktinum í 4-0 sigri United á Chelsea í síðustu umferð. Solskjær var spurður í vítamálin í viðtali á Sky Sports eftir leikinn í kvöld. „Þeir [Pogba og Rashford] eru vítaskyttur okkar og það er undir þeim komið hver tekur víti hverju sinni,“ sagði Solskjær. Í kjölfarið var hann spurður af hverju hann væri ekki með eina aðal vítaskyttu. „Stundum finnst leikmönnum þeir vera með nógu mikið sjálfstraust til að skora. Pogba hefur skorað úr svo mörgum vítum fyrir okkur en í dag varði [Rui] Patrício vel,“ sagði Solskjær og bauð því næst fréttamanninum að skoða PowerPoint-glærurnar sínar. Solskjær sagði jafnframt að klúður kvöldsins breytti engu um vítafyrirkomulagið hjá United. „Þeir hafa áður sýnt mikið sjálfstraust og öryggi og í síðustu viku skoraði Rashford úr víti. Hann hefði eflaust viljað taka vítið í dag en Pogba var fullur sjálfstrausts og ég er hrifinn af þannig leikmönnum.“"You can see the slides on the powerpoint." Ole Gunnar Solskjaer explains why Paul Pogba took Man Utd's penalty in their 1-1 draw with Wolves instead of Marcus Rashford. pic.twitter.com/RHvwIFV0iE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2019 Frá byrjun síðasta tímabils hefur Pogba klúðrað fjórum vítum fyrir United í ensku úrvalsdeildinni. Rashford hefur hins vegar skorað úr öllum sínum vítum í búningi United, þótt þau séu ekki mörg.4 - Paul Pogba has missed four penalties in the Premier League since the start of last season; the most of any player in the competition. Fluffed. pic.twitter.com/NI1odCCBg5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 19, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar Norðmaðurinn segir að Frakkinn sé ekki á förum frá Manchester United. 19. ágúst 2019 09:00 Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux Manchester United missti af tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli. 19. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Paul Pogba og Marcus Rashford séu vítaskyttur liðsins og þeir ráði því hvor tekur víti hverju sinni. Pogba klúðraði víti þegar United gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Athygli vakti að Pogba tók vítið því Rashford skoraði af vítapunktinum í 4-0 sigri United á Chelsea í síðustu umferð. Solskjær var spurður í vítamálin í viðtali á Sky Sports eftir leikinn í kvöld. „Þeir [Pogba og Rashford] eru vítaskyttur okkar og það er undir þeim komið hver tekur víti hverju sinni,“ sagði Solskjær. Í kjölfarið var hann spurður af hverju hann væri ekki með eina aðal vítaskyttu. „Stundum finnst leikmönnum þeir vera með nógu mikið sjálfstraust til að skora. Pogba hefur skorað úr svo mörgum vítum fyrir okkur en í dag varði [Rui] Patrício vel,“ sagði Solskjær og bauð því næst fréttamanninum að skoða PowerPoint-glærurnar sínar. Solskjær sagði jafnframt að klúður kvöldsins breytti engu um vítafyrirkomulagið hjá United. „Þeir hafa áður sýnt mikið sjálfstraust og öryggi og í síðustu viku skoraði Rashford úr víti. Hann hefði eflaust viljað taka vítið í dag en Pogba var fullur sjálfstrausts og ég er hrifinn af þannig leikmönnum.“"You can see the slides on the powerpoint." Ole Gunnar Solskjaer explains why Paul Pogba took Man Utd's penalty in their 1-1 draw with Wolves instead of Marcus Rashford. pic.twitter.com/RHvwIFV0iE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2019 Frá byrjun síðasta tímabils hefur Pogba klúðrað fjórum vítum fyrir United í ensku úrvalsdeildinni. Rashford hefur hins vegar skorað úr öllum sínum vítum í búningi United, þótt þau séu ekki mörg.4 - Paul Pogba has missed four penalties in the Premier League since the start of last season; the most of any player in the competition. Fluffed. pic.twitter.com/NI1odCCBg5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 19, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar Norðmaðurinn segir að Frakkinn sé ekki á förum frá Manchester United. 19. ágúst 2019 09:00 Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux Manchester United missti af tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli. 19. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar Norðmaðurinn segir að Frakkinn sé ekki á förum frá Manchester United. 19. ágúst 2019 09:00
Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux Manchester United missti af tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli. 19. ágúst 2019 20:45