Solskjær segir að Pogba og Rashford ákveði sjálfir hver taki víti hverju sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. ágúst 2019 22:08 Pogba og Solskjær takast í hendur eftir leikinn á Molineux í kvöld. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Paul Pogba og Marcus Rashford séu vítaskyttur liðsins og þeir ráði því hvor tekur víti hverju sinni. Pogba klúðraði víti þegar United gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Athygli vakti að Pogba tók vítið því Rashford skoraði af vítapunktinum í 4-0 sigri United á Chelsea í síðustu umferð. Solskjær var spurður í vítamálin í viðtali á Sky Sports eftir leikinn í kvöld. „Þeir [Pogba og Rashford] eru vítaskyttur okkar og það er undir þeim komið hver tekur víti hverju sinni,“ sagði Solskjær. Í kjölfarið var hann spurður af hverju hann væri ekki með eina aðal vítaskyttu. „Stundum finnst leikmönnum þeir vera með nógu mikið sjálfstraust til að skora. Pogba hefur skorað úr svo mörgum vítum fyrir okkur en í dag varði [Rui] Patrício vel,“ sagði Solskjær og bauð því næst fréttamanninum að skoða PowerPoint-glærurnar sínar. Solskjær sagði jafnframt að klúður kvöldsins breytti engu um vítafyrirkomulagið hjá United. „Þeir hafa áður sýnt mikið sjálfstraust og öryggi og í síðustu viku skoraði Rashford úr víti. Hann hefði eflaust viljað taka vítið í dag en Pogba var fullur sjálfstrausts og ég er hrifinn af þannig leikmönnum.“"You can see the slides on the powerpoint." Ole Gunnar Solskjaer explains why Paul Pogba took Man Utd's penalty in their 1-1 draw with Wolves instead of Marcus Rashford. pic.twitter.com/RHvwIFV0iE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2019 Frá byrjun síðasta tímabils hefur Pogba klúðrað fjórum vítum fyrir United í ensku úrvalsdeildinni. Rashford hefur hins vegar skorað úr öllum sínum vítum í búningi United, þótt þau séu ekki mörg.4 - Paul Pogba has missed four penalties in the Premier League since the start of last season; the most of any player in the competition. Fluffed. pic.twitter.com/NI1odCCBg5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 19, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar Norðmaðurinn segir að Frakkinn sé ekki á förum frá Manchester United. 19. ágúst 2019 09:00 Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux Manchester United missti af tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli. 19. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Paul Pogba og Marcus Rashford séu vítaskyttur liðsins og þeir ráði því hvor tekur víti hverju sinni. Pogba klúðraði víti þegar United gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Athygli vakti að Pogba tók vítið því Rashford skoraði af vítapunktinum í 4-0 sigri United á Chelsea í síðustu umferð. Solskjær var spurður í vítamálin í viðtali á Sky Sports eftir leikinn í kvöld. „Þeir [Pogba og Rashford] eru vítaskyttur okkar og það er undir þeim komið hver tekur víti hverju sinni,“ sagði Solskjær. Í kjölfarið var hann spurður af hverju hann væri ekki með eina aðal vítaskyttu. „Stundum finnst leikmönnum þeir vera með nógu mikið sjálfstraust til að skora. Pogba hefur skorað úr svo mörgum vítum fyrir okkur en í dag varði [Rui] Patrício vel,“ sagði Solskjær og bauð því næst fréttamanninum að skoða PowerPoint-glærurnar sínar. Solskjær sagði jafnframt að klúður kvöldsins breytti engu um vítafyrirkomulagið hjá United. „Þeir hafa áður sýnt mikið sjálfstraust og öryggi og í síðustu viku skoraði Rashford úr víti. Hann hefði eflaust viljað taka vítið í dag en Pogba var fullur sjálfstrausts og ég er hrifinn af þannig leikmönnum.“"You can see the slides on the powerpoint." Ole Gunnar Solskjaer explains why Paul Pogba took Man Utd's penalty in their 1-1 draw with Wolves instead of Marcus Rashford. pic.twitter.com/RHvwIFV0iE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2019 Frá byrjun síðasta tímabils hefur Pogba klúðrað fjórum vítum fyrir United í ensku úrvalsdeildinni. Rashford hefur hins vegar skorað úr öllum sínum vítum í búningi United, þótt þau séu ekki mörg.4 - Paul Pogba has missed four penalties in the Premier League since the start of last season; the most of any player in the competition. Fluffed. pic.twitter.com/NI1odCCBg5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 19, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar Norðmaðurinn segir að Frakkinn sé ekki á förum frá Manchester United. 19. ágúst 2019 09:00 Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux Manchester United missti af tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli. 19. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar Norðmaðurinn segir að Frakkinn sé ekki á förum frá Manchester United. 19. ágúst 2019 09:00
Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux Manchester United missti af tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli. 19. ágúst 2019 20:45