Enski boltinn

„Þetta er vítaspyrna fyrir Manchester United, ekki fimm ára krakkar að leika sér á skólalóðinni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville, sparkspekingur.
Gary Neville, sparkspekingur. vísir/getty
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi spekingur Sky Sports, var allt annað en sáttur er hann ræddi hver ætti að taka vítaspyrnurnar fyrir United.

Paul Pogba klúðraði vítaspyrnu í gær í 1-1 jafntefli gegn Wolves en Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu um síðustu helgi. Pogba og Rashford ræddu duglega um hver ætti að taka spyrnuna en Frakkinn tók hana að endingu.

„Afhverju er umræða um hver tekur víti? Það líkar mér ekki við. Það ætti aldrei að vera umræða um það. Pogba hefur klúðrað fjórum á síðustu mánuðum,“

„Þú myndir halda að hann hafi fengið sín tækifæri. Rasford skoraði í síðustu viku en í gær var enginn leiðtogi. Eitthvað var ekki rétt. Þeir gátu ekki komist að niðurstöðu.“





„Upphaflega var ég brjálaður út í Pogba en þegar ég sá hvað gerðist í síðustu viku gegn Chelsea í vítaspyrnunni þá er þetta mjög skrýtið.“

Neville hélt áfram en Pogba er búinn að brenna af 33% af þeim vítaspyrnum sem hann hefur tekið í búningi Manchester United í úrvalsdeildinni.

„Þetta er ekki rétt. Við fórum ekki í loftið í kvöld og spurðum hvorn annan hvaða greiningu við værum að gera. Við ákváðum þetta áður en við komum inn.“

„Þeir eiga að ákveða þetta í búningsherberginu. Þetta er vítaspyrna fyrir Manchester United, þetta er ekki tombóla. Þetta er ekki fimm ára krakkar að spila á skólalóðinni,“ sagði brjálaður Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×