Enski boltinn

Forráðamenn Twitter munu hitta Manchester United og Kick It Out

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba eftir að hafa brennt vítaspyrnunni á mánudagskvöldið.
Paul Pogba eftir að hafa brennt vítaspyrnunni á mánudagskvöldið. vísir/getty

Paul Pogba varð fyrir kynþáttaníði eftir að hann brenndi af vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Manchester United gegn Wolves á mánudagskvöldið.

Einhverjir notendur samskiptamiðilsins Twitter gengu langt yfir strikið er þeir ræddu um Pogba á mánudagskvöldið.

Forráðamenn Manchester United lýstu yfir áhyggjum sínum af hegðun nokkurra notenda á Twitter og Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, tók í sama streng í gær.

„Á næstu vikum munu fulltrúar Twitter hitta Manchester United, Kick It Out og aðra hagsmunaaðila til að heyra hvað Twitter getur gert hvað varðar net níð gagnvart knattspyrnumönnum á Englandi,“ segir upplýsingafulltrúi Twitter.
Kick It Out eru samtök á Englandi sem berjast gagnvart kynþáttafordómum í knattspyrnu.

Enn fremur segir upplýsingafulltrúinn að Twitter sé opið fyrir samræðum því „rasísk hegðun er ekki í lagi hjá okkur og við fordæmum þessa hegðun.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.