Enski boltinn

Forráðamenn Twitter munu hitta Manchester United og Kick It Out

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba eftir að hafa brennt vítaspyrnunni á mánudagskvöldið.
Paul Pogba eftir að hafa brennt vítaspyrnunni á mánudagskvöldið. vísir/getty
Paul Pogba varð fyrir kynþáttaníði eftir að hann brenndi af vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Manchester United gegn Wolves á mánudagskvöldið.Einhverjir notendur samskiptamiðilsins Twitter gengu langt yfir strikið er þeir ræddu um Pogba á mánudagskvöldið.Forráðamenn Manchester United lýstu yfir áhyggjum sínum af hegðun nokkurra notenda á Twitter og Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, tók í sama streng í gær.„Á næstu vikum munu fulltrúar Twitter hitta Manchester United, Kick It Out og aðra hagsmunaaðila til að heyra hvað Twitter getur gert hvað varðar net níð gagnvart knattspyrnumönnum á Englandi,“ segir upplýsingafulltrúi Twitter.

Kick It Out eru samtök á Englandi sem berjast gagnvart kynþáttafordómum í knattspyrnu.Enn fremur segir upplýsingafulltrúinn að Twitter sé opið fyrir samræðum því „rasísk hegðun er ekki í lagi hjá okkur og við fordæmum þessa hegðun.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.