Erlent

Stað­fest að Ep­stein framdi sjálfs­víg

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.
Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum. Vísir/AP
Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian.

Talsmaður skrifstofu réttarmeinafræðings New York borgar segir að niðurstaða krufningar á líki Epstein sé sú að hann hafi hengt sig. Greint var frá því í gær að bein í hálsi Epstein hafi verið brotin sem gerist þegar fólk hengir sig.

Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum á laugardagsmorgun og virtist hann hafa hengt sig með laki. Þá vöknuðu spurningar um eftirlit í fangelsinu en í ljós kom að tveir fangaverðir sem áttu að fylgjast með Epstein höfðu ekki gáð að honum í þrjár klukkustundir vegna þess að þeir voru sofandi. Verðirnir tveir hafa verið sendir í leyfi.

Epstein er talinn hafa framið sjálfsvígstilraun í síðasta mánuði en hann fannst hálf meðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi. Þá var hann settur á sjálfsvígsvakt en búið var að taka hann af henni þegar hann fannst látinn.

Miklar samsæriskenningar fóru á flug um það hvernig dauða Epstein bar að og einn þeirra sem dreifði slíkri kenningu er Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og hélt hann því fram að Clinton-hjónin hefðu eitthvað með andlátið að gera.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.


Tengdar fréttir

Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu

Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið.

FBI rannsakar andlát Epsteins

Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna.

Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“

Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×