Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 11:57 Epstein var handtekinn snemma í júlí og sakaður um mansal á ungum stúlkum í New York og Flórída. Vísir/EPA Krufning á líki barnaníðingsins Jeffreys Epstein leiddi í ljós að hann var með nokkur brotin bein í hálsi. Slíkir áverkar eru sagðir geta átt sér stað þegar fólk hengir sig en þeir séu algengari í fórnarlömbum sem eru kyrkt. Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í Manhattan á laugardagsmorgun. Hann virtist hafa hengt sig með laki. Spurningar vöknuðu þá um eftirlit í gæsluvarðhaldsfangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein var ekki á sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hefði áður fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði. Tveir verðir hafa verið settir í launað leyfi eftir að í ljós kom að þeir gættu ekki að Epstein í þrjár klukkustundir þar sem þeir voru sofandi. Verðirnir fölsuðu jafnframt skjöl til að fela afglöpin.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til niðurstöðu krufningarinnar á líki Epstein að hann hafi meðal annars verið með brotið málbein í hálsinum. Það geti brotnað þegar fólk hengir sig, sérstaklega hjá eldra fólki, en það sé algengara þegar fólk er kyrkt, að sögn sérfræðinga. Ekki hefur enn verið gefin út formleg dánarorsök. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur heitið ítarlegri rannsókn á hvernig dauða Epstein bar að, vildi ekki svara spurningum bandaríska blaðsins um niðurstöður krufningarinnar. Barbara Simpson, aðalréttarlæknir New York-borgar, segir að enginn einn hlutur sem kemur fram við krufningu gefi afdráttarlaust svar um hvernig dauða manneskju bar að. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug um dauða Epstein og hefur Donald Trump forseti meðal annars dreift einni slíkri um að Clinton-hjónin hafi komið nálægt honum. Epstein er sagður hafa átt fjölda auðugra og valdamikilla vina í gengum tíðina, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Trump sjálfan, og Andrés prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna máls Epstein í júlí. Hann var saksóknari á Flórída þegar sambærilegar ákærur á hendur Epstein og hann stóð frammi fyrir í New York nú voru lagðar til hliðar gegn því að hann játaði á sig smávægilegra brot. Ekki hefur verið svarað hvers vegna Epstein fékk svo mildilega meðferð hjá saksóknurum eða hvers vegna samkomulagið sem þeir gerðu við hann fól í sér friðhelgi fyrir alla mögulega samverkamenn hans. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Krufning á líki barnaníðingsins Jeffreys Epstein leiddi í ljós að hann var með nokkur brotin bein í hálsi. Slíkir áverkar eru sagðir geta átt sér stað þegar fólk hengir sig en þeir séu algengari í fórnarlömbum sem eru kyrkt. Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í Manhattan á laugardagsmorgun. Hann virtist hafa hengt sig með laki. Spurningar vöknuðu þá um eftirlit í gæsluvarðhaldsfangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein var ekki á sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hefði áður fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði. Tveir verðir hafa verið settir í launað leyfi eftir að í ljós kom að þeir gættu ekki að Epstein í þrjár klukkustundir þar sem þeir voru sofandi. Verðirnir fölsuðu jafnframt skjöl til að fela afglöpin.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til niðurstöðu krufningarinnar á líki Epstein að hann hafi meðal annars verið með brotið málbein í hálsinum. Það geti brotnað þegar fólk hengir sig, sérstaklega hjá eldra fólki, en það sé algengara þegar fólk er kyrkt, að sögn sérfræðinga. Ekki hefur enn verið gefin út formleg dánarorsök. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur heitið ítarlegri rannsókn á hvernig dauða Epstein bar að, vildi ekki svara spurningum bandaríska blaðsins um niðurstöður krufningarinnar. Barbara Simpson, aðalréttarlæknir New York-borgar, segir að enginn einn hlutur sem kemur fram við krufningu gefi afdráttarlaust svar um hvernig dauða manneskju bar að. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug um dauða Epstein og hefur Donald Trump forseti meðal annars dreift einni slíkri um að Clinton-hjónin hafi komið nálægt honum. Epstein er sagður hafa átt fjölda auðugra og valdamikilla vina í gengum tíðina, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Trump sjálfan, og Andrés prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna máls Epstein í júlí. Hann var saksóknari á Flórída þegar sambærilegar ákærur á hendur Epstein og hann stóð frammi fyrir í New York nú voru lagðar til hliðar gegn því að hann játaði á sig smávægilegra brot. Ekki hefur verið svarað hvers vegna Epstein fékk svo mildilega meðferð hjá saksóknurum eða hvers vegna samkomulagið sem þeir gerðu við hann fól í sér friðhelgi fyrir alla mögulega samverkamenn hans.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48