Erlent

Fanga­verðirnir sem áttu að fylgjast með Ep­stein sendir í leyfi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum.
Epstein átti yfir höfði sér áratugalanga fangelsisvist vegna mansals á ungum stúlkum. Vísir/AP

Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. Auk þess voru tveir fangaverðir sem áttu að fylgjast með Epstein þegar hann lést sendir í leyfi þar til rannsókn yfirvalda á andláti hans lýkur. Þetta kemur fram á vef fréttastofu AP.

Fregnir hafa borist um að fangaverðir sem störfuðu á deild fangelsisins þar sem Epstein var haldið hafi unnið „gífurlega“ yfirvinnu vegna starfsmannaskorts morguninn sem hann fannst látinn. Þá hefur William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagt að alvarlegir misbrestir hafi verið í alríkisfangelsinu og boðaði hann ítarlega rannsókn á því hvernig dauða hans bar að á mánudag.

Fangelsisyfirvöld tóku Epstein af svokallaðri sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hafi fundist meðvitundarlaus í klefa sínum í síðasta mánuði með áverka á hálsi. Þá átti að kíkja inn til hans á 30 mínútna fresti en það hafði ekki verið gert í nokkra klukkutíma áður en hann fannst látinn á laugardagsmorgunn.

Forstöðumaður fangelsisins, Lamine N‘Diaye, hefur verið tímabundinn skipaður í starf við svæðisskrifstofu Fangelsismálastofnunar Bandaríkjanna af Barr. Hann mun sinna starfinu þar til rannsókn alríkisyfirvalda mun ljúka. Verðirnir tveir sem voru sendir í leyfi hafa ekki verið nafngreindir.

Epstein var handtekinn þann 6. júlí síðastliðinn og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Hann var sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.


Tengdar fréttir

Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“

Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi.

FBI rannsakar andlát Epsteins

Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.