Erlent

Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum.
Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post

Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi, samkvæmt fréttaflutningi fréttastofu ABC. Hann fannst látinn í klefa sínum klukkan 7:30 á staðartíma á laugardagsmorgun.

Nákvæm dánarorsök er ekki þekkt.

Epstein hefur verið ákærður fyrir kynlífsþrælkun. Honum var haldið í fangelsi í New York ríki síðan hann var handtekinn þann 6. júlí. Hann lýsti yfir sakleysi í öllum ákæruliðum.

Í síðasta mánuði fannst hann hálf-meðvitundarlaus í klefa sínum og var hann slasaður á hálsi. Hann var sendur á nálægan spítala, áður en hann var fluttur aftur í fangaklefann.

Epstein var sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.