Erlent

FBI rannsakar andlát Epsteins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jeffrey Epstein.
Jeffrey Epstein. Vísir/EPA

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur hafið rannsókn á andláti bandaríska milljarðamæringsins Jeffrey Epsteins, sem fannst látinn í klefa sínum í fangelsi í New York í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá alríkislögreglunni.

Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna.

Ýmsar spurningar hafa vaknað í kjölfar andláts Epsteins, einkum í ljósi þess að hann var vaktaður allan sólarhringinn í fangelsinu sökum sjálfsvígshættu. Í síðasta mánuði fannst Epstein hálfmeðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.Epstein var handtekinn þann 6. júlí síðastliðinn og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Hann var sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.