Erlent

FBI rannsakar andlát Epsteins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jeffrey Epstein.
Jeffrey Epstein. Vísir/EPA
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur hafið rannsókn á andláti bandaríska milljarðamæringsins Jeffrey Epsteins, sem fannst látinn í klefa sínum í fangelsi í New York í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá alríkislögreglunni.

Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna.

Ýmsar spurningar hafa vaknað í kjölfar andláts Epsteins, einkum í ljósi þess að hann var vaktaður allan sólarhringinn í fangelsinu sökum sjálfsvígshættu. Í síðasta mánuði fannst Epstein hálfmeðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Epstein var handtekinn þann 6. júlí síðastliðinn og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Hann var sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×