Bolsonaro vænir geimstofnun sína um lygar um eyðingu Amason Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2019 09:27 Allt er í sóma í Brasilíu að mati Bolsonaro, sama hvað vísindastofnanir eða Sameinuðu þjóðirnar segja. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakar geimstofnun landsins að ljúga til um umfang eyðingar Amasonfrumskógarins. Stofnunin skaði orðspor landsins með því að birta gögn um það sem hún segir mikla aukningu í skógareyðingu. Brasilíska geimstofnunin Inpe birti gervihnattargögn í vikunni sem sýndu að meira en þúsund ferkílómetrar regnskógar hefðu verið ruddir fyrstu fimmtán daga júlímánaðar og að það væri aukning um 68% miðað við allan júlímánuð í fyrra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við þessar tölur vill Bolsonaro forseti ekki fella sig. Hann fullyrti við erlenda fréttamenn í gær að tölurnar endurspegluðu ekki raunveruleikann og að hann ætli sér að ræða við forstjóra stofnunarinnar til að ræða málið. Inpe stendur við niðurstöður sínar og segir tölurnar 95% áreiðanlegar. Bolsonaro hefur rekið stefnu sem hefur liðkað fyrir því að skógurinn sé ruddur, oft fyrir nautgriparæktun. Þannig hefur verið slakað á eftirliti með ólöglegu skógarhöggi. Hægriöfgamaðurinn Bolsonaro fullyrti einnig við erlendu fréttamennina en hungur þekktist ekki í Brasilíu þrátt fyrir að matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna áætli að um 5,2 milljónir Brasilíumanna búið við hungur. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. 4. júní 2019 23:16 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sakar geimstofnun landsins að ljúga til um umfang eyðingar Amasonfrumskógarins. Stofnunin skaði orðspor landsins með því að birta gögn um það sem hún segir mikla aukningu í skógareyðingu. Brasilíska geimstofnunin Inpe birti gervihnattargögn í vikunni sem sýndu að meira en þúsund ferkílómetrar regnskógar hefðu verið ruddir fyrstu fimmtán daga júlímánaðar og að það væri aukning um 68% miðað við allan júlímánuð í fyrra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Við þessar tölur vill Bolsonaro forseti ekki fella sig. Hann fullyrti við erlenda fréttamenn í gær að tölurnar endurspegluðu ekki raunveruleikann og að hann ætli sér að ræða við forstjóra stofnunarinnar til að ræða málið. Inpe stendur við niðurstöður sínar og segir tölurnar 95% áreiðanlegar. Bolsonaro hefur rekið stefnu sem hefur liðkað fyrir því að skógurinn sé ruddur, oft fyrir nautgriparæktun. Þannig hefur verið slakað á eftirliti með ólöglegu skógarhöggi. Hægriöfgamaðurinn Bolsonaro fullyrti einnig við erlendu fréttamennina en hungur þekktist ekki í Brasilíu þrátt fyrir að matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna áætli að um 5,2 milljónir Brasilíumanna búið við hungur.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. 4. júní 2019 23:16 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27
Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. 4. júní 2019 23:16