Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 23:16 Skógruðningur í Amazon regnskóginum hefur aldrei mælst meiri. getty/Ricardo Funari Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu the Guardian. Amazon skógurinn, sem er stærsti regnskógurinn á jörðinni og er gríðarlega mikilvægur vegna súrefnismyndunar og koltvísýrings upptöku, missti 729 ferkílómetra skóglendis á þessum 31 dögum, sem nemur tveimur fótboltavöllum á hverri einustu mínútu, samkvæmt upplýsingum af gervihnattarmyndum ríkisstjórnarinnar. Þó svo að einn mánuður segi nákvæmlega til um hvernig skógruðning verði til langs tíma er maí mánuður talinn mikilvægur leiðarvísir þegar kemur að þessum málum vegna þess hann markar upphaf þurrkatímabils, sem er sá tími þegar skógbruni og annars konar skógruðningur er stundaður. Ef ríkisstjórnin gefur ekki skýr skilaboð um að hún muni ekki lýða frekari hröðun í skógruðningu, hræðast umhverfisverndarsinnar að aukning skógruðnings muni gera árið 2019 eitt versta ár skógruðnings í manna minnum. „Ríkisstjórnin getur ekki hundsað þessar tölur, sem koma frá þeirra eigin stofnun. Spurningin er hvað þau muni gera í málunum,“ sagði Carlos Souza, meðlimur sjálfstæða eftirlitshópnum Imazon. „Þegar kemur að júlí lokum munum við hafa skýra mynd af því hvaða afleiðingar nýlegar aðgerðir til að draga úr umhverfisstefnu stjórnvalda munu hafa.“Stjórnarskipti hafa leitt til minni áherslu á umhverfismál Frá því að öfgahægrimaðurinn Bolsonaro komst til valda í janúar, hefur umhverfisráðuneytið misst vægi sitt, höft við fjárhagslegri nýtingu Amazon skógarins hafa minnkað, aðgreining lands frumbyggja hefur minnkað og hvatt hefur verið til námuvinnslu og ræktunar á svæðinu. Síðan forsetinn gagnrýndi aðal eftirlitsstofnun landsins fyrir að vera „sekta iðnað“ hefur hún gefið út færri sektir nú en síðustu 11 ár og fjöldi eftirlitsferða hefur fækkað um 70% síðan í fyrra. Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, sem hefur verið sakfelldur fyrir umhverfispretti (e. Environmental fraud) og hafði aldrei heimsótt Amazon, hefur einnig minnkað umboð ráðuneytisins en hann hefur ekki tilnefnd svæðisstjóra og hefur rekið fjöldann allan af eftirlitsmönnum. Fyrr í vikunni greindi fréttastofan Folha frá því að hann ynni að einkavæðingu gervihnattaeftirlits skógarins. Hann hefur einnig þjakað norska og þýska styrktaraðila með því að leggja til að þeir fái minna ráðið um það hvernig fjármagni Amazon sjóðsins sé varið. Amazon sjóðurinn býr yfir fjármagni upp á 162 milljarða íslenskra króna. Á þinginu hefur stærsti landbúnaðar þrýstihópurinn ýtt eftir frekari slökun á eftirliti og meðal annars þrýst eftir því að friðarsvæði verði af friðuð.Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.getty/Andre CoelhoElsti sonur Bolsonaro, Flavio, sem er öldungadeildarþingmaður, lagði nýlega til breytingartillögu á einum elstu lögunum um skóginn, sem gerði það að verkum að bændur á Amazon svæðinu þyrftu ekki að viðhalda 50-80% af landi sínu skógi vöxnu. Þessi breyting myndi opna fyrir svæði til notkunar sem væri stærra en Íran. „Þessi aukning skógruðnings er hræðileg en kemur varla á óvart: ríkisstjórnin í Brasilíu er að brjóta upp eiginlega alla þá umhverfisstefnu sem hefur verið komið á síðan 1992 og hefur áreitt ríkisstarfsmenn og með því valdeflt umhverfisglæpamenn,“ sagði Carlos Rittl, aðalritari frjálsu félagasamtakanna Climate Observatory, sem var stofnað af mörgum minni umhverfishópum. „ Hins vegar þurfum við að bíða og sjá hvernig ríkisstjórnin mun starfa í júní.“ Aðrir þættir gætu einnig hafa haft áhrif á aukningu skógruðnings. Fyrstu mánuði þessa árs voru miklar rigningar á svæðinu, sem gerði það að verkum að eftirlit með notkun gervihnatta var erfiðari svo að sum svæði gætu hafa yfirsést í eftirlitinu. Slæma veðrið gæti einnig hafa fengið skógarhöggvara og bændur til að geyma allan ruðning þar til í maí. Hagkerfið, sem ýtir oft undir skógruðning á þeim tímum sem kjöt- og sojaverð er hátt, hefur einnig verið lágt niðri en Bolsonaro hefur haldið því fram að iðnbúskapur geti aukið hagvöxt í Brasilíu. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu the Guardian. Amazon skógurinn, sem er stærsti regnskógurinn á jörðinni og er gríðarlega mikilvægur vegna súrefnismyndunar og koltvísýrings upptöku, missti 729 ferkílómetra skóglendis á þessum 31 dögum, sem nemur tveimur fótboltavöllum á hverri einustu mínútu, samkvæmt upplýsingum af gervihnattarmyndum ríkisstjórnarinnar. Þó svo að einn mánuður segi nákvæmlega til um hvernig skógruðning verði til langs tíma er maí mánuður talinn mikilvægur leiðarvísir þegar kemur að þessum málum vegna þess hann markar upphaf þurrkatímabils, sem er sá tími þegar skógbruni og annars konar skógruðningur er stundaður. Ef ríkisstjórnin gefur ekki skýr skilaboð um að hún muni ekki lýða frekari hröðun í skógruðningu, hræðast umhverfisverndarsinnar að aukning skógruðnings muni gera árið 2019 eitt versta ár skógruðnings í manna minnum. „Ríkisstjórnin getur ekki hundsað þessar tölur, sem koma frá þeirra eigin stofnun. Spurningin er hvað þau muni gera í málunum,“ sagði Carlos Souza, meðlimur sjálfstæða eftirlitshópnum Imazon. „Þegar kemur að júlí lokum munum við hafa skýra mynd af því hvaða afleiðingar nýlegar aðgerðir til að draga úr umhverfisstefnu stjórnvalda munu hafa.“Stjórnarskipti hafa leitt til minni áherslu á umhverfismál Frá því að öfgahægrimaðurinn Bolsonaro komst til valda í janúar, hefur umhverfisráðuneytið misst vægi sitt, höft við fjárhagslegri nýtingu Amazon skógarins hafa minnkað, aðgreining lands frumbyggja hefur minnkað og hvatt hefur verið til námuvinnslu og ræktunar á svæðinu. Síðan forsetinn gagnrýndi aðal eftirlitsstofnun landsins fyrir að vera „sekta iðnað“ hefur hún gefið út færri sektir nú en síðustu 11 ár og fjöldi eftirlitsferða hefur fækkað um 70% síðan í fyrra. Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, sem hefur verið sakfelldur fyrir umhverfispretti (e. Environmental fraud) og hafði aldrei heimsótt Amazon, hefur einnig minnkað umboð ráðuneytisins en hann hefur ekki tilnefnd svæðisstjóra og hefur rekið fjöldann allan af eftirlitsmönnum. Fyrr í vikunni greindi fréttastofan Folha frá því að hann ynni að einkavæðingu gervihnattaeftirlits skógarins. Hann hefur einnig þjakað norska og þýska styrktaraðila með því að leggja til að þeir fái minna ráðið um það hvernig fjármagni Amazon sjóðsins sé varið. Amazon sjóðurinn býr yfir fjármagni upp á 162 milljarða íslenskra króna. Á þinginu hefur stærsti landbúnaðar þrýstihópurinn ýtt eftir frekari slökun á eftirliti og meðal annars þrýst eftir því að friðarsvæði verði af friðuð.Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.getty/Andre CoelhoElsti sonur Bolsonaro, Flavio, sem er öldungadeildarþingmaður, lagði nýlega til breytingartillögu á einum elstu lögunum um skóginn, sem gerði það að verkum að bændur á Amazon svæðinu þyrftu ekki að viðhalda 50-80% af landi sínu skógi vöxnu. Þessi breyting myndi opna fyrir svæði til notkunar sem væri stærra en Íran. „Þessi aukning skógruðnings er hræðileg en kemur varla á óvart: ríkisstjórnin í Brasilíu er að brjóta upp eiginlega alla þá umhverfisstefnu sem hefur verið komið á síðan 1992 og hefur áreitt ríkisstarfsmenn og með því valdeflt umhverfisglæpamenn,“ sagði Carlos Rittl, aðalritari frjálsu félagasamtakanna Climate Observatory, sem var stofnað af mörgum minni umhverfishópum. „ Hins vegar þurfum við að bíða og sjá hvernig ríkisstjórnin mun starfa í júní.“ Aðrir þættir gætu einnig hafa haft áhrif á aukningu skógruðnings. Fyrstu mánuði þessa árs voru miklar rigningar á svæðinu, sem gerði það að verkum að eftirlit með notkun gervihnatta var erfiðari svo að sum svæði gætu hafa yfirsést í eftirlitinu. Slæma veðrið gæti einnig hafa fengið skógarhöggvara og bændur til að geyma allan ruðning þar til í maí. Hagkerfið, sem ýtir oft undir skógruðning á þeim tímum sem kjöt- og sojaverð er hátt, hefur einnig verið lágt niðri en Bolsonaro hefur haldið því fram að iðnbúskapur geti aukið hagvöxt í Brasilíu.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira