Enski boltinn

Newcastle vann fyrsta leikinn undir stjórn Bruce

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Newcastle United voru ekki hoppandi kátir þegar Bruce var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins.
Stuðningsmenn Newcastle United voru ekki hoppandi kátir þegar Bruce var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins. vísir/getty
Newcastle United vann 1-0 sigur á West Ham United í fyrsta leiknum undir stjórn nýja knattspyrnustjórans, Steve Bruce.Þetta var leikur um 3. sætið í Asíubikarnum, æfingamóti í Kína. Seinna í dag mætast Manchester City og Wolves í úrslitaleik mótsins.Bruce var ráðinn stjóri Newcastle á miðvikudaginn við litla hrifningu stuðningsmanna félagsins.Vegna vegabréfsvandamála mátti Bruce ekki vera á hliðarlínunni í dag. Hann fylgdist því með leiknum úr stúkunni.Newcastle var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskar mark á 34. mínútu. Japanski framherjinn Yoshinori Muto stýrði boltanum þá í netið eftir fyrirgjöf frá Jamie Sterry.Newcastle-menn voru ekki jafn öflugir í seinni hálfleik og sluppu með skrekkinn þegar Felipe Anderson skallaði í slá á 63. mínútu. En Skjórarnir héldu út og Bruce fagnaði sigri í fyrsta leiknum sem stjóri Newcastle.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.