Erlent

Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands

Eiður Þór Árnason skrifar
Yfir 3.600 manns létu lífið í þriggja áratuga átökum írskra þjóðernissinna við sambandssinna og breskar öryggissveitir.
Yfir 3.600 manns létu lífið í þriggja áratuga átökum írskra þjóðernissinna við sambandssinna og breskar öryggissveitir. Getty/Anadolu Agency
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, telur að ef Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings gæti það endurvakið spurningar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands.

Hann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi.

Ummæli Varadkar vöktu hörð viðbrögð hjá Ian Paisley, þingmanni Lýðræðislega sambandsflokksins, sem er stærsti sambandshyggjuflokkurinn á Norður-Írlandi og hefur það á stefnu sinni að viðhalda sambandi Norður-Íra við Bretland.

Þegar forsætisráðherrann var spurður um það hvort stjórnvöld á Írlandi hygðust hefja undirbúning að sameiningu, svaraði hann því að það stæði ekki til að svo stöddu.

Sú staða gæti þó breyst ef bresk stjórnvöld færu út úr Evrópusambandinu án samnings í lok október eins og Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Breta hefur nefnt sem möguleika.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016 völdu 56% kjósenda á Norður-Írlandi að vera áfram hluti af Evrópusambandinu.


Tengdar fréttir

Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum

Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar.

Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson

Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×