Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2019 07:45 Boris Johnson er nú orðinn leiðtogi stærsta flokksins á breska þinginu. Með sigri hans aukast líkurnar á samningslausri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu talsvert. Nordicphotos/AFP Boris Johnson er orðinn forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Hreyfing harðlínumanna í Evrópumálum, það er að segja þeirra sem harðastir eru í andstöðunni við Evrópusamstarfið, hefur þar með orðið ofan á í stríðinu um flokkinn. Að minnsta kosti í bili. Johnson hefur lofað því margoft að Bretar muni ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október. Ekki standi til að fresta útgöngu aftur, líkt og gert hefur verið vegna þess hve illa hefur gengið að koma útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í gegnum þingið. Þetta þýðir að Johnson er meira en tilbúinn til þess að ganga út samningslaust, þvert gegn vilja breska þingsins. Vitaskuld mun Johnson reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið. Fá breytt atriðum er til að mynda varða fyrirkomulag landamæravörslu á milli Írlands og Norður-Írlands. Þessi leið er ekki líkleg til að bera árangur ef marka má orð toppa ESB, sem ítrekað hafa lýst því yfir að ekki standi til boða að semja upp á nýtt.Öfgar Samningslaus útganga er harðasta mögulega afstaða í Brexit-málinu. Segja má að með yfirburðasigri Johnsons í leiðtogakjörinu hafi Íhaldsflokkurinn því í raun lýst sig öfgaflokk í málinu. Vissulega er samningslaus útganga ekki yfirlýst stefna Johnson-stjórnarinnar. Hún hafnar hins vegar ekki möguleikanum, öfugt við þingið og flesta aðra flokka. Þessi öfgaafstaða í Brexit-málinu nær einnig til flokksmanna, líkt og sjá mátti á niðurstöðum könnunar sem YouGov gerði í síðasta mánuði. Sagðist þar meirihluti flokksmanna frekar vilja að Skotar eða Norður-Írar fengju sjálfstæði, breska hagkerfið bæri mikinn skaða eða Íhaldsflokkurinn leystist upp svo lengi sem það þýddi að Brexit gengi í gegn. Eina niðurstaðan sem þótti óboðleg var að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði forsætisráðherra. Löng vegferð Evrópusinnar hafa ráðið ríkjum innan Íhaldsflokksins lengi. Eða að minnsta kosti leiðtogar sem ekki voru eindregið á þeirri línu að Bretland skyldi ganga út hvað sem tautaði og raulaði. Yfirtaka Evrópuandstæðinga hefur tekið töluverðan tíma og á þessi nýjasta og stærsta alda hreyfingarinnar rætur í því þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu fyrir kosningarnar árið 2015 til þess að reyna að verjast sókn þjóðernishyggjuflokksins UKIP. Cameron var sjálfur andvígur útgöngu og beitti sér fyrir áframhaldandi aðild í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það gerði Theresa May líka sem og Jeremy Hunt, sá sem Johnson vann í leiðtogakjörinu. En jafnvel þótt Bretar hafi valið að ganga út og Cameron sagt af sér tók Evrópusinninn May við stjórnartaumunum. Hún lofaði því vissulega að virða ákvörðunina sem tekin var í þjóðaratkvæðagreiðslunni en var, að minnsta kosti fyrir atkvæðagreiðslu, Evrópusinni. Brexit-flokkurinn May gekk ekki vel með útgöngumálið. Óvíst er hvort nokkur hefði staðið sig mun betur. Hins vegar er staðreyndin sú að breska þingið hafnaði samningi May-stjórnarinnar um útgöngu í þrígang, með metfjölda atkvæða, og fresta þurfti Brexit. Breska þjóðin er og var, samkvæmt könnunum, óánægð með samninginn og það hvernig May hefur haldið á málum. Þessi óánægja er stór þáttur í velgengni hins nýstofnaða Brexit-flokks, sem harðlínumaðurinn Nigel Farage leiðir. Flokkurinn mælist stór, jafnvel stærri en Íhaldsflokkurinn, í könnunum og vann mikinn sigur í Evrópuþingkosningum maímánaðar. Fékk 30,5 prósent atkvæða á meðan Íhaldsflokkurinn galt afhroð og fékk 8,8 prósent en hafði 23,9 prósent. Með kjöri Johnsons reynir Íhaldsflokkurinn að svara þessum uppgangi Brexit-flokksins. Ef Johnson tekst að koma Bretum út úr Evrópusambandinu á útgöngudag, jafnvel þvert gegn vilja þingsins, má búast við því að hörðustu Evrópuandstæðingar standi með flokknum og flýi ekki til Farage og félaga. Evrópusinnarnir, sem eru ófáir, gætu hins vegar horft til Frjálslyndra demókrata eða annarra flokka. Næstu skref Þeir viðmælendur og stjórnmálaskýrendur sem Financial Times ræddi við eru á þeirri skoðun að Johnson ætli sér að knýja fram nýjar kosningar. „Margir skýrendur eru á þeirri skoðun að Johnson hafi sett markið svo hátt fyrir viðræður vegna þess að hann ætlar að leggja línurnar að haustkosningum,“ skrifaði James Blitz og bætti við: „Markmiðið er nokkuð gegnsætt. Hann þrýstir á að drepa May-samninginn algjörlega og vill að Brussel hafni honum. Hann mun svo þrýsta á samningslausa útgöngu en þingið mun hafna því. Þá fer hann til þjóðarinnar og segir að allir séu að hindra störf sín. Hann sé sá eini sem getur framfylgt vilja þjóðarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. 26. júlí 2019 14:11 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Boris Johnson er orðinn forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Hreyfing harðlínumanna í Evrópumálum, það er að segja þeirra sem harðastir eru í andstöðunni við Evrópusamstarfið, hefur þar með orðið ofan á í stríðinu um flokkinn. Að minnsta kosti í bili. Johnson hefur lofað því margoft að Bretar muni ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október. Ekki standi til að fresta útgöngu aftur, líkt og gert hefur verið vegna þess hve illa hefur gengið að koma útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í gegnum þingið. Þetta þýðir að Johnson er meira en tilbúinn til þess að ganga út samningslaust, þvert gegn vilja breska þingsins. Vitaskuld mun Johnson reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið. Fá breytt atriðum er til að mynda varða fyrirkomulag landamæravörslu á milli Írlands og Norður-Írlands. Þessi leið er ekki líkleg til að bera árangur ef marka má orð toppa ESB, sem ítrekað hafa lýst því yfir að ekki standi til boða að semja upp á nýtt.Öfgar Samningslaus útganga er harðasta mögulega afstaða í Brexit-málinu. Segja má að með yfirburðasigri Johnsons í leiðtogakjörinu hafi Íhaldsflokkurinn því í raun lýst sig öfgaflokk í málinu. Vissulega er samningslaus útganga ekki yfirlýst stefna Johnson-stjórnarinnar. Hún hafnar hins vegar ekki möguleikanum, öfugt við þingið og flesta aðra flokka. Þessi öfgaafstaða í Brexit-málinu nær einnig til flokksmanna, líkt og sjá mátti á niðurstöðum könnunar sem YouGov gerði í síðasta mánuði. Sagðist þar meirihluti flokksmanna frekar vilja að Skotar eða Norður-Írar fengju sjálfstæði, breska hagkerfið bæri mikinn skaða eða Íhaldsflokkurinn leystist upp svo lengi sem það þýddi að Brexit gengi í gegn. Eina niðurstaðan sem þótti óboðleg var að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði forsætisráðherra. Löng vegferð Evrópusinnar hafa ráðið ríkjum innan Íhaldsflokksins lengi. Eða að minnsta kosti leiðtogar sem ekki voru eindregið á þeirri línu að Bretland skyldi ganga út hvað sem tautaði og raulaði. Yfirtaka Evrópuandstæðinga hefur tekið töluverðan tíma og á þessi nýjasta og stærsta alda hreyfingarinnar rætur í því þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu fyrir kosningarnar árið 2015 til þess að reyna að verjast sókn þjóðernishyggjuflokksins UKIP. Cameron var sjálfur andvígur útgöngu og beitti sér fyrir áframhaldandi aðild í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það gerði Theresa May líka sem og Jeremy Hunt, sá sem Johnson vann í leiðtogakjörinu. En jafnvel þótt Bretar hafi valið að ganga út og Cameron sagt af sér tók Evrópusinninn May við stjórnartaumunum. Hún lofaði því vissulega að virða ákvörðunina sem tekin var í þjóðaratkvæðagreiðslunni en var, að minnsta kosti fyrir atkvæðagreiðslu, Evrópusinni. Brexit-flokkurinn May gekk ekki vel með útgöngumálið. Óvíst er hvort nokkur hefði staðið sig mun betur. Hins vegar er staðreyndin sú að breska þingið hafnaði samningi May-stjórnarinnar um útgöngu í þrígang, með metfjölda atkvæða, og fresta þurfti Brexit. Breska þjóðin er og var, samkvæmt könnunum, óánægð með samninginn og það hvernig May hefur haldið á málum. Þessi óánægja er stór þáttur í velgengni hins nýstofnaða Brexit-flokks, sem harðlínumaðurinn Nigel Farage leiðir. Flokkurinn mælist stór, jafnvel stærri en Íhaldsflokkurinn, í könnunum og vann mikinn sigur í Evrópuþingkosningum maímánaðar. Fékk 30,5 prósent atkvæða á meðan Íhaldsflokkurinn galt afhroð og fékk 8,8 prósent en hafði 23,9 prósent. Með kjöri Johnsons reynir Íhaldsflokkurinn að svara þessum uppgangi Brexit-flokksins. Ef Johnson tekst að koma Bretum út úr Evrópusambandinu á útgöngudag, jafnvel þvert gegn vilja þingsins, má búast við því að hörðustu Evrópuandstæðingar standi með flokknum og flýi ekki til Farage og félaga. Evrópusinnarnir, sem eru ófáir, gætu hins vegar horft til Frjálslyndra demókrata eða annarra flokka. Næstu skref Þeir viðmælendur og stjórnmálaskýrendur sem Financial Times ræddi við eru á þeirri skoðun að Johnson ætli sér að knýja fram nýjar kosningar. „Margir skýrendur eru á þeirri skoðun að Johnson hafi sett markið svo hátt fyrir viðræður vegna þess að hann ætlar að leggja línurnar að haustkosningum,“ skrifaði James Blitz og bætti við: „Markmiðið er nokkuð gegnsætt. Hann þrýstir á að drepa May-samninginn algjörlega og vill að Brussel hafni honum. Hann mun svo þrýsta á samningslausa útgöngu en þingið mun hafna því. Þá fer hann til þjóðarinnar og segir að allir séu að hindra störf sín. Hann sé sá eini sem getur framfylgt vilja þjóðarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. 26. júlí 2019 14:11 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. 26. júlí 2019 14:11
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55
Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46