Enski boltinn

Evrópumeistararnir skoruðu sex mörk í fyrsta leik tímabilsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Milner og félagar fagna marki í kvöld.
Milner og félagar fagna marki í kvöld. vísir/getty
Evrópumeistararnir í Liverpool spiluðu sinn fyrsta æfingarleik á tímabilinu er liðið vann öruggan 6-0 sigur á D-deildarliðinu, Tranmere, á útivelli í kvöld.

Leikmannahópur Liverpool er ekki fullskipaður. Margir fengu lengra frí vegna leikja með landsliðum sínum í sumar og sumir eru enn ekki komnir til baka úr Afríkukeppninni.







Það voru því margir ungir leikmenn sem fengu tækifærið í dag en það var hægri bakvörðurinn Nathaniel Clyne sem skoraði fyrsta markið á sjöttu mínútu.

Hinn ungi og efnilegi Rhian Brewster bætti við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleik lauk. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði svo annar ungur leikmaður, Curtis Jones.

Divock Origi, sem sló í gegn undir lokin á síðustu leiktíð, skoraði fimmta marki og sjötta og síðasta mark leiksins skoraði hinn átján ára gamli Þjóðverji, Paul Glatzel.







Lokatölur 6-0 og fínasta byrjun lærisveina Jurgen Klopp á leiktímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×