Erlent

Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi.
Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. Vísir/ap
Hitinn sem mældist í Frakklandi í dag er sá hæsti sem hefur mælst þar í landi frá því mælingar hófust.Í franska bænum Carpentras í suðausturhluta landsins mældist hitinn 44,3 stig í dag og sló þar með fyrra met frá árinu 2003 þegar hitastigið mældist 44,1 stig í Montpellier og Nîmes þegar mannskæð hitabylgja reið yfir hluta Evrópu.Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa.Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi.Franska veðurstofan sagði að líklegt væri að hitinn hækkaði þegar líður á daginn og vara við því að hitinn geti farið yfir 44,3 stigin sem mældust í dag.Víða um Frakkland hefur skólum ýmist verið lokað eða foreldrar beðnir um að hafa börnin sín heima í dag.Uppfært kl. 14:03. Franska veðurstofan hefur nú greint frá því að laust fyrir klukkan þrjú í dag að staðartíma hafi hitinn mælst 45,1 stig í Villevieille í suðurhluta Frakklands.Uppfært kl. 15:50: Franska veðurstofan greinir nú frá því að enn eitt hitametið hafi verið slegið. Hitinn mældist 45,8 stig í bænum Gallargues-le-Montueux.


Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum

Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni.

Hitametin falla á meginlandinu

Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna.

Rauð viðvörun vegna hitans

Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.