Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júní 2019 08:00 Þessir Parísarbúar stungu sér á bólakaf til þess að flýja hitann. Nordicphotos/AFP Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“