Enski boltinn

Wan-Bissaka kominn til United: Fimmti dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wan-Bissaka í landsleik með U21 árs landsliði Englands á dögunum.
Wan-Bissaka í landsleik með U21 árs landsliði Englands á dögunum. vísir/getty
Manchester United hefur fest kaup á hægri bakverðinum, Aaron Wan-Bissaka, en hann kemur til liðsins frá Crystal Palace.

Skiptin hafa legið í loftinu í einhvern tíma en Englendingurinn átti bara eftir að standast læknisskoðun hjá félaginu. Nú er allt klárt.

Englendingurinn skrifar undir fimm ára samning við United en hann er 21 árs gamall. Hann fær um 80 þúsund pund í vikulaun.







Talið er að United borgi í fyrstu greiðslu um 45 milljónir punda fyrir Wan-Bissaka, sem gerir hann að fimmta dýrasta leikmanni félagsins.

Paul Pogba, Romelu Lukaku, Angel di Maria og Fred eru þeir leikmenn sem hafa kostað meira en bakvörðurinn ungi.

Hann er annar leikmaðurinn sem félagið kaupir í sumar en Daniel James gekk í raðir United frá Swansea í sumar. Hann kostaði 15 milljónir punda.

Wan-Bissaka hefur leikið með Crystal Palace síðan hann var ellefu ára gamall og á síðustu leiktíð var hann með um tíu þúsund pund í vikulaun. Hann var launalægsti leikmaður Palace.


Tengdar fréttir

Man. Utd kynnir Wan-Bissaka til leiks í dag

Bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka komst í gegnum læknisskoðun hjá Man. Utd í gær og verður tilkynntur sem leikmaður félagsins í dag samkvæmt heimildum Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×