Enski boltinn

Wan-Bissaka á leið í læknisskoðun hjá United í vikunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bakvörðurinn er á leið til United.
Bakvörðurinn er á leið til United. vísir/Getty
Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Crystal Palace, mun gangast undir læknisskoðun hjá Manchester United í vikunni en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun.

Talið er að United kaupi unga enska landsliðsmanninn á 55 milljónir punda en hann hefur spilað með Crystal Palace frá unga aldri.

Wan-Bissaka spilaði með enska U21-árs landsliðinu á EM í sumar en þeir eru úr leik eftir tvo leiki í riðlinum. Síðasti leikurinn í mótinu er í kvöld og eftir það snýr Bissaka til Englands þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá United.





Hann hefur verið þrálátlega orðaður við United í sumar en Ole Gunnar Solskjær vill gera hann að hægri bakverði liðsins. Norðmaðurinn vill fá meiri hraða og dínamík í liðið.

Wan-Bissaka var valinn besti leikmaður Crystal Palace á síðustu leiktíð en hann hefur leikið 46 leiki fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×