Enski boltinn

Wan-Bissaka á leið í læknisskoðun hjá United í vikunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bakvörðurinn er á leið til United.
Bakvörðurinn er á leið til United. vísir/Getty

Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Crystal Palace, mun gangast undir læknisskoðun hjá Manchester United í vikunni en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun.

Talið er að United kaupi unga enska landsliðsmanninn á 55 milljónir punda en hann hefur spilað með Crystal Palace frá unga aldri.

Wan-Bissaka spilaði með enska U21-árs landsliðinu á EM í sumar en þeir eru úr leik eftir tvo leiki í riðlinum. Síðasti leikurinn í mótinu er í kvöld og eftir það snýr Bissaka til Englands þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá United.
Hann hefur verið þrálátlega orðaður við United í sumar en Ole Gunnar Solskjær vill gera hann að hægri bakverði liðsins. Norðmaðurinn vill fá meiri hraða og dínamík í liðið.

Wan-Bissaka var valinn besti leikmaður Crystal Palace á síðustu leiktíð en hann hefur leikið 46 leiki fyrir félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.